Þarf að útrýma staðalímyndum um fíkla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:47 Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira