Erlent

Trump biðst ekki af­sökunar og segir marga vera sam­mála sér

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP
Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði en forsetinn sagði að þingkonurnar ættu að fara aftur til „heimalanda“ sinna sem hann sagði vera „algerlega brotna og glæpalagða“ staði. Allar þingkonurnar eru frá Bandaríkjunum fyrir utan eina, Ilhan Omar, sem fæddist í Sómalíu en flutti til Bandaríkjanna sem barn.





Trump tjáði sig um ummælin í dag þar sem hann sagðist standa við orð sín. Ef þau sem sinntu löggjafarstörfum í landinu líkaði ekki við landið mættu þau fara.

„Ef þú ert ekki ánægður í Bandaríkjunum, ef þú ert alltaf að kvarta, þá máttu fara, þú mátt fara núna strax,“ sagði forsetinn. Þá fullyrti hann að gagnrýni vegna ummæla hans angraði sig ekki vegna þess að „margir væru sammála“ honum.

Sjá einnig: May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta



Það er því ljóst að Trump hefur ekki í hyggju að biðjast afsökunar en í dag birti hann fleiri færslur á Twitter þar sem hann beindi spjótum sínum enn og aftur að þingkonunum. Sakaði hann þær um að halda uppi hatursorðræðu og rasisma í garð Ísrael.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×