Til hamingju með afmælið, mamma Arnar Sveinn Geirsson skrifar 15. júlí 2019 09:00 55 ára gömul. Þú værir 55 ára gömul í dag ef þú værir á lífi, elsku mamma. Afmælisdagurinn þinn, eins og aðrir dagar sem minna mig mikið á þig, eru alltaf aðeins erfiðari en hinir dagarnir. Stundum hafa þeir verið óbærilegir og stundum hafa þeir verið í móðu. Ég hef oftar en ekki óttast þessa daga. Það breyttist svo mikið þegar þú fórst. Hlutir sem ég hélt að myndu aldrei breytast. Og það er svo margt sem hefði getað orðið, sem aldrei varð. En þar sem þetta er nú einu sinni afmælisdagurinn þinn, hvað myndum við gera ef ég fengi einn afmælisdag með þér í viðbót? Það er auðvitað margt sem breytist þegar mamma manns fellur frá, sérstaklega þegar maður er 11 ára gamall. Mikið af því er augljóst en svo er annað sem er ekki jafn augljóst. Ein erfiðasta breytingin sem ég upplifði var ekki endilega ein af þessum augljósu. Það var sama hvað tímanum og árunum leið, ég vandist henni seint og illa. Þessi breyting var eitt orð. Eitt orð sem við notum flest margoft á degi hverjum. Orð sem er fyrsta orðið sem margir segja sem ungabörn og nota svo oft á dag, alla daga þar á eftir. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Mamma. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfgefið að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfgefið. Eftir rúman mánuð verð ég jafngamall og þú varst þegar þú greindist fyrst með krabbamein. Tíu árum síðar varstu farin. Í dag finnst mér ég vera svo ungur og mér finnst það algjörlega óhugsandi að ég gæti greinst með krabbamein. Ég hræðist það eins og heitan eldinn, en á endanum, innst inni, þá finnst mér útilokað að það gæti komið fyrir mig. En það er ekki útilokað. Ekkert okkar veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér, hvað þá næstu vikur, mánuðir, eða ár. Það eina sem við vitum er það sem er að gerast núna. Í dag, einhverra hluta vegna, þykir það ofboðslega flott að það sé alltaf brjálað að gera. Það er alltaf brjálað að gera. Hjá mér líka. En á sama tíma ætlum við öll að vera hamingjusöm. Njóta lífsins til hins ýtrasta. Síðustu vikur og mánuði hafa fallið frá manneskjur, ungar mæður og ungir feður, sem ég þekkti, kannaðist við eða hafði fylgst með í fjölmiðlum eins og margir aðrir. Öll höfðu þau sömu skilaboðin. Öll töluðu þau um hversu mikið lífsviðhorfið breyttist eftir að þau veiktust. Hvernig þau hættu að taka því sem gefnum hlut að vakna á morgnana. Að fá að knúsa börnin sín. Að fá að halda í höndina á makanum sínum. Að vera umvafin fjölskyldu og vinum. Ekkert þeirra talaði um að það saknaði þess að það væri brjálað að gera. Eða segja að það væri bjálað að gera. Af hverju tökum við því sem gefnum hlut að fá að segja „mamma“ á hverjum degi? Eða „pabbi“? Af hverju þurfum við að veikjast til að þetta gerist? Að sjá að lífið er núna? Af hverju þarf eitthvað slæmt að gerast svo að við áttum okkur á því að þetta er ekki klisja? Mamma, afmælisdagurinn þinn hefði verið snilld hjá okkur. Ég hefði vaknað snemma, farið í bakarí og keypt gott brauð og auðvitað afmælisköku. Ég hefði reyndar ekki komist upp með að kaupa ekki kókópöffs, þannig ég hefði keypt það líka. Þegar þú hefðir komið hefði ég knúsað þig fast og lengi, þar til þú myndir grínast með það að þessi eini auka afmælisdagur hafi kannski ekki verið góð hugmynd eftir allt saman. Ég myndi tala við þig um lífið og tilveruna, hvað ég hef gert og hvað mig langar að gera. Reyna að nýta hverja einustu sekúndu til þess að kynnast þér sem fullorðinn maður og leyfa þér að kynnast mér sem fullorðnum manni. Leyfa engu að trufla mig eða okkur. Áður en við myndum vita af væri dagurinn liðinn. Það væri komið að því að þú þyrftir að kveðja í síðasta, síðasta skipti. Og við náðum ekki einu sinni að skála. Í dag mun ég þess vegna skála. Skála fyrir mömmu. Skála fyrir því að ég ætla að gera mitt besta til að lifa hvern dag eins og hann sé þessi auka afmælisdagur. Að reyna að nýta hverja sekúndu til að kynnast lífinu sem allra best og elska fólkið í kringum mig. Og ég býð ykkur öllum að skála með mér. Fyrir mömmu ykkar og fyrir pabba ykkar. Fyrir auka afmælisdögunum sem þið mynduð vilja í líf ykkar. Fyrir því að lífið er dagurinn í dag. Að skála með mér fyrir því að lífið er núna. Til hamingju með afmælið, mamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
55 ára gömul. Þú værir 55 ára gömul í dag ef þú værir á lífi, elsku mamma. Afmælisdagurinn þinn, eins og aðrir dagar sem minna mig mikið á þig, eru alltaf aðeins erfiðari en hinir dagarnir. Stundum hafa þeir verið óbærilegir og stundum hafa þeir verið í móðu. Ég hef oftar en ekki óttast þessa daga. Það breyttist svo mikið þegar þú fórst. Hlutir sem ég hélt að myndu aldrei breytast. Og það er svo margt sem hefði getað orðið, sem aldrei varð. En þar sem þetta er nú einu sinni afmælisdagurinn þinn, hvað myndum við gera ef ég fengi einn afmælisdag með þér í viðbót? Það er auðvitað margt sem breytist þegar mamma manns fellur frá, sérstaklega þegar maður er 11 ára gamall. Mikið af því er augljóst en svo er annað sem er ekki jafn augljóst. Ein erfiðasta breytingin sem ég upplifði var ekki endilega ein af þessum augljósu. Það var sama hvað tímanum og árunum leið, ég vandist henni seint og illa. Þessi breyting var eitt orð. Eitt orð sem við notum flest margoft á degi hverjum. Orð sem er fyrsta orðið sem margir segja sem ungabörn og nota svo oft á dag, alla daga þar á eftir. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Mamma. Og sem 11 ára strák þótti mér það auðvitað ofboðslega sjálfgefið að geta notað þetta orð óspart. Ef mamma hefði ekki fallið frá þætti mér það örugglega enn þann dag í dag. En af því að hún fór, af því að ég gat allt í einu ekki notað orðið eins og ég gerði, að þá varð mér það ljóst að það var ekki sjálfgefið. Eftir rúman mánuð verð ég jafngamall og þú varst þegar þú greindist fyrst með krabbamein. Tíu árum síðar varstu farin. Í dag finnst mér ég vera svo ungur og mér finnst það algjörlega óhugsandi að ég gæti greinst með krabbamein. Ég hræðist það eins og heitan eldinn, en á endanum, innst inni, þá finnst mér útilokað að það gæti komið fyrir mig. En það er ekki útilokað. Ekkert okkar veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér, hvað þá næstu vikur, mánuðir, eða ár. Það eina sem við vitum er það sem er að gerast núna. Í dag, einhverra hluta vegna, þykir það ofboðslega flott að það sé alltaf brjálað að gera. Það er alltaf brjálað að gera. Hjá mér líka. En á sama tíma ætlum við öll að vera hamingjusöm. Njóta lífsins til hins ýtrasta. Síðustu vikur og mánuði hafa fallið frá manneskjur, ungar mæður og ungir feður, sem ég þekkti, kannaðist við eða hafði fylgst með í fjölmiðlum eins og margir aðrir. Öll höfðu þau sömu skilaboðin. Öll töluðu þau um hversu mikið lífsviðhorfið breyttist eftir að þau veiktust. Hvernig þau hættu að taka því sem gefnum hlut að vakna á morgnana. Að fá að knúsa börnin sín. Að fá að halda í höndina á makanum sínum. Að vera umvafin fjölskyldu og vinum. Ekkert þeirra talaði um að það saknaði þess að það væri brjálað að gera. Eða segja að það væri bjálað að gera. Af hverju tökum við því sem gefnum hlut að fá að segja „mamma“ á hverjum degi? Eða „pabbi“? Af hverju þurfum við að veikjast til að þetta gerist? Að sjá að lífið er núna? Af hverju þarf eitthvað slæmt að gerast svo að við áttum okkur á því að þetta er ekki klisja? Mamma, afmælisdagurinn þinn hefði verið snilld hjá okkur. Ég hefði vaknað snemma, farið í bakarí og keypt gott brauð og auðvitað afmælisköku. Ég hefði reyndar ekki komist upp með að kaupa ekki kókópöffs, þannig ég hefði keypt það líka. Þegar þú hefðir komið hefði ég knúsað þig fast og lengi, þar til þú myndir grínast með það að þessi eini auka afmælisdagur hafi kannski ekki verið góð hugmynd eftir allt saman. Ég myndi tala við þig um lífið og tilveruna, hvað ég hef gert og hvað mig langar að gera. Reyna að nýta hverja einustu sekúndu til þess að kynnast þér sem fullorðinn maður og leyfa þér að kynnast mér sem fullorðnum manni. Leyfa engu að trufla mig eða okkur. Áður en við myndum vita af væri dagurinn liðinn. Það væri komið að því að þú þyrftir að kveðja í síðasta, síðasta skipti. Og við náðum ekki einu sinni að skála. Í dag mun ég þess vegna skála. Skála fyrir mömmu. Skála fyrir því að ég ætla að gera mitt besta til að lifa hvern dag eins og hann sé þessi auka afmælisdagur. Að reyna að nýta hverja sekúndu til að kynnast lífinu sem allra best og elska fólkið í kringum mig. Og ég býð ykkur öllum að skála með mér. Fyrir mömmu ykkar og fyrir pabba ykkar. Fyrir auka afmælisdögunum sem þið mynduð vilja í líf ykkar. Fyrir því að lífið er dagurinn í dag. Að skála með mér fyrir því að lífið er núna. Til hamingju með afmælið, mamma.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar