Áfengið sótt yfir lækinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Kaupmaðurinn á horninu er einn þeirra sem geta dregið úr bílaumferð. Bent hefur verið á að höfuðborgarbúar muni í ár sóa níu milljón klukkustundum í umferðartafir í borginni, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem vitað er að bílaumferð hefur á umhverfið. Forsenda þess að kaupmaðurinn geti dregið úr samgönguvandanum er að stefna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að dagleg verslun og þjónusta sé sem næst íbúunum, svo þeir geti sótt það helsta án þess að ræsa bifreið, nái fram að ganga. Ein algeng neysluvara er hins vegar af óskiljanlegum ástæðum eingöngu seld af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem virðist hvorki hirða um skynsemi né skipulag í rekstri sínum. Fyrir þinginu liggur nú frumvarp um að sveitarfélögin hafi aðkomu að staðarvali þegar hið opinbera opnar nýja áfengisverslun. ÁTVR hefur hingað til haft allt um það að segja hvar áfengisverslanir eru staðsettar án þess að hafa samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sem eru sveitarfélögin. Skemmst er að minnast þess þegar ÁTVR lokaði verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og opnaði nýja verslun í Kauptúni við Costco, þvert á stefnu bæjarstjórnar. ÁTVR hefur ítrekað opnað nýjar búðir við stofnbrautir frekar en að sækja inn í hverfin. Það er sérstaklega furðulegt í ljósi framsækinnar stefnu ÁTVR í umhverfismálum að verslunin beini fólki með svo afgerandi hætti að því að nota einkabílinn. Frumvarpið er eðlilegt skref í átt að nútímanum. Sjálfbærum hverfum þar sem má sækja helstu neysluvörur með því að hjóla eða ganga stutta vegalengd. Enn eðlilegra skref væri að gera sölu áfengis frjálsa, enda fráleitt að ríkið standi yfirhöfuð í verslunarrekstri. Ríkið getur þó skapað skilyrði fyrir rekstrinum og sett umgjörð með reglugerð. Frelsi og lýðheilsa eru ekki andstæður. Reykingafólki fækkar, þótt tóbakssala sé frjáls. Lýðheilsumarkmiðum má vel ná fram samfara því að sala áfengis verði frjáls. Þótt áfengi verði selt í verslun kaupmannsins á horninu, eru áfengisgjöld áfram há, salan háð ströngum skilyrðum frá hinu opinbera og enn þurfa allir að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Margir, sem ekki mega heyra minnst á frjálsa sölu áfengis, nefna að aukið aðgengi kalli á aukna neyslu. Reynslan sýnir að margir þættir geta leitt til meiri drykkju, til dæmis aukin velmegun. Rökin falla svo um sjálf sig þegar sölustöðum áfengis fjölgar gríðarlega ár frá ári en samt minnkar drykkja ungmenna. Lýðheilsumarkmiðum er hægt að ná þótt frjáls verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi fái að þrífast hér á landi. Verslun er skipulagsmál og liður í því að styrkja nærumhverfi borgaranna. Þar eiga almannahagsmunir og framtíðarsýn að ráða för, ekki skammtímasjónarmið úreltrar einokunarverslunar í ríkiseigu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar