Þegar hauststressið heltekur hugann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. september 2019 07:30 Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Kristín Hrefna Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta áfram og eftir vinnudaginn upplifa margir að þeir hafi ekki gert nokkurn skapaðan hlut í vinnunni því þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki að einbeita sér og hugurinn þeytist eins og vindhani sem er við það að fjúka af festingunum. Margir eru samt fegnir að komast aftur inn í rútínuna, sérstaklega þeir sem eru með lítil börn. Ætli rútínan verði ekki komin í sæmilegt horf þegar jólastressið byrjar að hellast yfir mann með yfirlýsingum frá þeim sem eru löngu búnir að kaupa allar jólagjafirnar. Öll þessi streita er ekki góð fyrir heilsuna. Bandarískar rannsóknir sýna að þrír af hverjum fimm starfsmönnum upplifa mikla streitu. Streita getur leitt til kvíða, þunglyndis, meltingarvandamála, svefnvandamála og margra annarra alvarlegra heilsubresta. Neikvæð og erfið vinnustaðamenning þar sem allt er á yfirsnúningi og tölvupóstur er sendur allan sólarhringinn af því hugur stressaðs stjórnanda er í endalausu kappi við haustlægðirnar einkennir suma vinnustaði. Þó að langt sé komið fram yfir háttatíma þeirra sem ætla að vakna með skýran huga daginn eftir heldur stressaði stjórnandinn áfram að dæla út kröfum, skilaboðum og einhverju sem má alveg bíða fram á næsta dag. Ástæðan er oft einföld. Þeir sem eru of stressaðir til að ná að kyrra hugann upplifa falskt öryggi í því að dæla út póstum á alla í kringum sig til þess að létta á pressunni á eigin hugarstormi en átta sig ekki á því að þeir stressa alla aðra með þessu háttalagi. Þetta er því miður allt of algengt á íslenskum vinnumarkaði. Sá sem er í stöðugu stríði við steituna á erfiðara með að sýna samkennd, vera skapandi eða hugmyndaríkur. Streitan tekur svo mikla orku. Það er mikilvægt að hvíla hugann og leyfa laufunum sem erill dagsins þyrlar upp að falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifaríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni við streituna. Þetta er margsannað en samt hugleiða ekki fleiri en raun ber vitni. Það getur verið erfitt að setjast niður og ætla að róa hugann og hugleiða í opnu vinnurými með allt ónæði nútímans í rassvasanum. Þá geta hugleiðsluöpp, sýndarveruleiki og aðrar leiðir komið til hjálpar og þjálfað fólk upp í því að róa hugann. Það er frábært að sjá stór og leiðandi fyrirtæki taka forystu í því að bjóða starfsmönnum sínum tækifæri til þess að hugleiða í vinnunni. Það að setjast niður í skamma stund, hugsa aðeins um andardráttinn, hverfa jafnvel inn í sýndarveruleika og læra að maður getur stjórnað storminum sem stundum ræðst á hugann eins og þúsund millibara haustlægð er ótrúlega verðmætt, bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun