Gætum lært af Hollendingum í baráttunni við stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 16:33 Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. Vísir/Stöð 2 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor í lagadeild við Háskólann í Reykjavík, segir að lögregluyfirvöld á Íslandi gætu lært ýmislegt af þeim hollensku sem hafa náð gífurlegum árangri í baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Veraldarvefurinn sé án umdæma og þess vegna sé mikilvægt að löggæslulið heimsins vinni saman að því að hafa hendur í hári einstaklinga í myrkustu afkimum internetsins. Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. „Vegna þess að þetta er vettvangur sem verður sífellt öflugri, tækninni fleygir fram. Það er ótrúlega mikilvægt að koma einhverjum böndum á þetta og komast að því hvar við stöndum andspænis þessum vanda. Eins og veraldarvefurinn er til mikils gagns þá er hann líka mikill vágestur að þessu leyti. Þannig að við þurfum að skiptast á þekkingu, þekkingu á nýjustu tækni til að sporna gegn þessu, tækni til að skiptast á upplýsingum og efla samstarf á alþjóðavettvangi.“ Huldunetið er vettvangur sem er undir yfirborði hins skráða nets. Þar er hægt að vafra um án þess að skilja eftir sig slóð. Vandinn er sá að þar hefur grasserað glæpamarkaður þar sem alls kyns ólögleg starfsemi er ástunduð. Svala segir afar mikilvægt að löggæsluyfirvöld, um allan heim vakni, til vitundar um mikilvægi samvinnu þvert á landamæri því þannig starfi glæpasamtök einnig.„Veraldarvefurinn er án landamæra og umdæma. Öll jarðkúlan er undir og þess vegna er ótrúlega mikilvægt að lögreglulið heimsins vinni saman að því að reyna að hefta útbreiðslu þeirra einstaklinga sem beita börn ofbeldi með þessum hætti og til þess að hindra dreifingu á þessu efni sem er framleitt af þessu fólki.“ Það sé fyrst og fremst gert með miðlun þekkingar. „Hollendingar eru mjög framarlega í sínum í aðgerðum og rannsóknum á netglæpum gegn börnum og þetta er nokkuð sem er svo dýrmætt fyrir okkur að fá að hlusta á og læra af og nýta þessa þekkingu vegna þess að árangurinn sem þeir hafa náð er þannig að hann vekur eftirtekt.“ Lögreglan á Íslandi geti lært mikið af Hollendingum. „Við sjáum bara hvernig þeir hafa náð að komast inn á þennan neðansjávarvef þar sem menn skiptast á upplýsingum og kenna hver öðrum hvernig eigi að komast í efni með börnum og hvar þeir geti komið því á framfæri. Hollendingar hafa náð ótrúlegum árangri þar og það nýtist okkur svo sannarlega í okkar vinnu til að koma böndum yfir þessa einstaklinga og til að reyna að vinna að forvörnum til að koma í veg fyrir að fleiri börn verði misnotuð.“ Svala bætir við að einnig þurfi að hlúa að andlegri heilsu þeirra sem vinna í málaflokknum; lögreglu, lögfræðingum og dómurum en fyrirlestur Ólafs Arnar Bragasonar, sérfræðingur í réttarsálfræði fjallaði einmitt um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu. „Þetta er heimur sem enginn vill þurfa að stíga inn í eða lifa í en þessi heimur er veruleiki og hann er staðreynd og verður ekki umflúinn. […] Hvert einasta barn sem hægt er að hjálpa og forða frá þessu, er til marks um mikinn árangur. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor í lagadeild við Háskólann í Reykjavík, segir að lögregluyfirvöld á Íslandi gætu lært ýmislegt af þeim hollensku sem hafa náð gífurlegum árangri í baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Veraldarvefurinn sé án umdæma og þess vegna sé mikilvægt að löggæslulið heimsins vinni saman að því að hafa hendur í hári einstaklinga í myrkustu afkimum internetsins. Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. „Vegna þess að þetta er vettvangur sem verður sífellt öflugri, tækninni fleygir fram. Það er ótrúlega mikilvægt að koma einhverjum böndum á þetta og komast að því hvar við stöndum andspænis þessum vanda. Eins og veraldarvefurinn er til mikils gagns þá er hann líka mikill vágestur að þessu leyti. Þannig að við þurfum að skiptast á þekkingu, þekkingu á nýjustu tækni til að sporna gegn þessu, tækni til að skiptast á upplýsingum og efla samstarf á alþjóðavettvangi.“ Huldunetið er vettvangur sem er undir yfirborði hins skráða nets. Þar er hægt að vafra um án þess að skilja eftir sig slóð. Vandinn er sá að þar hefur grasserað glæpamarkaður þar sem alls kyns ólögleg starfsemi er ástunduð. Svala segir afar mikilvægt að löggæsluyfirvöld, um allan heim vakni, til vitundar um mikilvægi samvinnu þvert á landamæri því þannig starfi glæpasamtök einnig.„Veraldarvefurinn er án landamæra og umdæma. Öll jarðkúlan er undir og þess vegna er ótrúlega mikilvægt að lögreglulið heimsins vinni saman að því að reyna að hefta útbreiðslu þeirra einstaklinga sem beita börn ofbeldi með þessum hætti og til þess að hindra dreifingu á þessu efni sem er framleitt af þessu fólki.“ Það sé fyrst og fremst gert með miðlun þekkingar. „Hollendingar eru mjög framarlega í sínum í aðgerðum og rannsóknum á netglæpum gegn börnum og þetta er nokkuð sem er svo dýrmætt fyrir okkur að fá að hlusta á og læra af og nýta þessa þekkingu vegna þess að árangurinn sem þeir hafa náð er þannig að hann vekur eftirtekt.“ Lögreglan á Íslandi geti lært mikið af Hollendingum. „Við sjáum bara hvernig þeir hafa náð að komast inn á þennan neðansjávarvef þar sem menn skiptast á upplýsingum og kenna hver öðrum hvernig eigi að komast í efni með börnum og hvar þeir geti komið því á framfæri. Hollendingar hafa náð ótrúlegum árangri þar og það nýtist okkur svo sannarlega í okkar vinnu til að koma böndum yfir þessa einstaklinga og til að reyna að vinna að forvörnum til að koma í veg fyrir að fleiri börn verði misnotuð.“ Svala bætir við að einnig þurfi að hlúa að andlegri heilsu þeirra sem vinna í málaflokknum; lögreglu, lögfræðingum og dómurum en fyrirlestur Ólafs Arnar Bragasonar, sérfræðingur í réttarsálfræði fjallaði einmitt um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu. „Þetta er heimur sem enginn vill þurfa að stíga inn í eða lifa í en þessi heimur er veruleiki og hann er staðreynd og verður ekki umflúinn. […] Hvert einasta barn sem hægt er að hjálpa og forða frá þessu, er til marks um mikinn árangur.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira