Æ, æ og Úps! Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 5. desember 2019 13:00 Orðið „spilling” hefur mikið heyrst í umræðum undanfarinna vikna. Án þess að ég vilji kveða upp dóma yfir einstökum aðilum eða fyrirtækjum, þá er það öllum sem vilja sjá, augljóst að það er víða pottur brotinn í íslensku samfélagi og að við sitjum ekki öll við sama borð. Það hvaða borð við sitjum við fer m.a. eftir fjárhagslegri stöðu og (ættar)tengslum. En það er merkilegt hvað þau sem sitja við háborðin verða alltaf hissa þegar upp um þau kemst; kannast ekki við neitt eða skilja ekkert í því að gjörðir þeirra hafi haft einhverjar afleiðingar, jafnvel fyrir fjölda fólks. Æ, æ og Úps! Sé allt satt sem sagt hefur verið um Samherja hefur namibíska þjóðin verið rænd, en það er hins vegar erfitt að mæla í hverju skaði hennar felst, af því við vitum ekki hvað hefði getað orðið. Við vitum ekki hversu margar fjölskyldur hefðu getað flutt úr fátækrahverfunum og þeir einstaklingar sem hafa verið rændir tækifærum, vita ekki einu sinni af því að „þeir sjálfir” hafi verið rændir. Skaðinn er í raun ómælanlegur, en hins vegar er lítið mál að rekja gróðann (sé hann ekki í skattaskjólum). Það er grafalvarlegt að brjóta gegn þjóð, hvort sem það er gagnvart eigin þjóð eða fátækri þjóð í fjarlægu landi. Það að misnota aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði gagnvart þeim sem veikari eru fyrir er aldrei réttlætanlegt því það brýtur ekki aðeins gegn okkar eigin stjórnarskrá og lögum heldur líka gegn siðferði okkar og réttlætiskennd.Leiki rökstuddur grunur á slíku athæfi, ber stjórnvöldum að rannsaka það þannig að úrskurðað verði um sekt eða sakleysi.En þó þetta blasi við öllum er lítið sem ekkert að gert. Hins vegar er alltaf lögð alveg gríðarleg áhersla á að þeir sem „svona brot” fremja, eigi að „njóta vafans” auk þess sem gjarnan er bent á, þegar umræðan verður óþægileg að „þeir eigi nú börn!” Æ,æ, og Úps! Glatað þegar glæpir manns fara að bitna á eigin börnum.Yfirburðir Íslands Namibíska þjóðin er sem betur fer ekki að láta bjóða sér þetta og er búin að reka nokkra ráðherra. Gott hjá þeim! Við setjum okkur á háan hest (enda í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna) því það er náttúrulega allt svo spillt þarna úti og bara eins gott að þeir séu nú loksins farnir að taka til í spillingunni. En Íslendingar – það er ekki eins og þeir þurfi að taka til hjá sér (enda í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna). Hér nýtur fólkið við háborðið vafans, þó lítill sé, og við þeim verður ekki hróflað. Þeir segja bara „Æ,æ og Úps!” og halda uppteknum hætti eins og ekkert sé. Enda hafa þeir komist upp með það hingað til, stundum með hrikalegum afleiðingum. Í því sambandi vil ég minna á að í kjölfar hrunsins voru lög- og stjórnarskrárbundin réttindi brotin á hluta þjóðarinnar. Þessi brot sem unnin hafa verið af fjármálafyrirtækjum í skjóli íslenskra stjórnvalda hafa m.a. annars valdið því að tugir þúsunda hafi lent í vandræðum sem þau hefðu aldrei átt að lenda í vegna stökkbreyttra og ólöglegra skulda. Af þessum sökum hafa a.m.k. 15.000 fjölskyldur misst heimili sín og tugir þúsunda lent í fjárnámum, en þau hafa verið yfir 170.000 frá hruni. Skaði allra þessara íslendinga er ómældur, því þó hægt sé að mæla hluta hins fjárhagslega skaða sem fólk hefur orðið fyrir verður annar „kostnaður” aldrei mældur en ásamt því að felast í heilsutapi og kulnun, felst hann einnig í glötuðum tíma með börnum og tækifærum sem aldrei urðu. Við erum tæplega 360.000 sem búum í þessu landi og heimili landsins eru um 140.000. Í flestum eðlilegum og óspilltum þjóðfélögum væri það rannsóknarefni ef 15% landsmanna misstu heimili sín, án þess að náttúruhamfarir hefðu komið til. En ekki á Íslandi! Á Íslandi situr fólk í æðstu stöðum sem er annarra um að verja eigin stóla og/eða flokka, og er tilbúið til að fórna heimilum, öryggi og lífsgæðum tugþúsunda fyrir eigin hag. Á þessu leikur ekki bara grunur, staðreyndirnar standa fyrir framan okkur. Tölurnar ganga ekki upp og segja sína sögu. Leiki rökstuddur grunur á að brotið hafi verið á réttindum einstaklinga, ber stjórnvöldum að rannsaka það þannig að úrskurðað verði um sekt eða sakleysi.Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna!Staðreyndir tala sínu máli Alþingi ber að láta fara fram rannsókn á því hvernig brotið var á heimilum landsins eftir hrun og hvernig það gat gerst að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið hreinlega tækju sig saman um að brjóta lög- og stjórnarskrárvarin réttindi almennings í landinu. Á þessu leikur ekki bara „rökstuddur grunur”. Staðreyndirnar tala sínu máli og 15.000 fjölskyldur eiga skilið að fá uppreist æru eftir skelfingu undanfarinna ára. Fyrrverandi Seðlabankastjóri Svein Harald Øygard lét hafa þetta eftir sér í Silfri Egils þann 24. nóvember sl. Í frétt RUV segir:Íslensku bankarnir hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni á sama tíma og þeir veittu almenningi lán í erlendri mynt. … „Og það verður jafnvel verra því að á fyrri hluta ársins 2008 þegar þurrð var á eiginfé bankanna leituðu þeir til Seðlabankans og fengu hjá honum fé. En það voru íslenskar krónur en þeir þörfnuðust gjaldeyris. Svo að í mars og apríl þá seldu þeir krónur og veiktu íslenska gjaldmiðilinn. Og græddu á því sjálfir á meðan alþýðumaðurinn, sem þeir höfðu lánað fé, fékk að kenna á því vegna veiklunar krónunnar…”Hér er fyrrverandi Seðlabankastjóri að lýsa fjármálaglæp. Það að taka stöðu gegn íslenskum almenningi með jafn hrikalegum afleiðingum og raun ber vitni, er ekkert annað en glæpur sem jafna má við landráð. Og hverjum hefur verið refsað fyrir glæpinn? Gerendunum? Nei, þeir hafa flestir haldið sínu og þeim sem þó var refsað, var ekki refsað fyrir brot sín gangvart heimilum landsins. Engum hefur verið refsað fyrir þau nema fórnarlömbum glæpsins! Já afleiðingar þessara brota hafa fallið á fórnarlömb þeirra af fullum þunga á meðan bankarnir sem frömdu hann hafa grætt á tá og fingri á þessum glæpum sínum.Hverjir eru svona mikils virði? Í aðförinni að heimilum landsins eftir hrun kristallast kjarninn í spillingunni á Íslandi. Í henni er rót spillingarinnar og hjartað, ef hægt er að segja að spillingin hafi hjarta. Að þessu hafa háttsettir aðilar í stjórnkerfinu komið auk dómara sem enn sitja í æðstu dómstólum. Fólk er enn að missa heimili sín og enn er verið að krefjast þúsunda fjárnáma á hverju ári og það er fyrir utan alla þá sem berjast við að halda sjó eftir að hafa náð nauðarsamningum við bankana til að halda heimili sínu. Pólitík er málamiðlanir. En grunnþættir þurfa að vera í lagi og það má aldrei gera málamiðlanir um réttindi fólks! Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Og hvaða „málamiðlanir” eru allra þessara heimila virði? Allrar þeirra örvæntingar sem heimilissviptingu fylgja? Allra þeirra barna sem hafa upplifað það gríðarlega óöryggi og álag sem því fylgir? Hverjir, já hverjir, eru 15.000 heimila virði? Hvaða stjórnmálamenn eru 15.000 heimila virði og hvaða stjórnmálaflokkar? Og hvaða aðilar innan stjórnkerfisins og dómskerfisins eru svona mikils virði? Hverja og hvað er “kerfið” að verja með þessum skelfilega fórnarkostnaði? Það þýðir ekkert fyrir „kerfið” að segja bara „Æ,æ og Úps! Þetta er voðalega leiðinlegt, en það eru nú liðin 11 ár og við viljum fara að ræða eitthvað annað”. Þetta gerðist ekki óvart. Það var ekki eitthvað „kerfi” sem gerði þetta og einhver „banki” sem framkvæmdi því hvorki „kerfi” né „banki” geta gert eitt eða neitt. Það var fólk sem gerði þetta. Það var fólk, einstaklingar, með völd sem ákvað að það væri í lagi að fórna heimilum og lífsafkomu hjá hópi fólks, sem var „sekt” um það eitt að taka húsnæðislán, jafnvel ólögleg, á „röngum” tíma þegar verið var að fremja einn stærsta fjármálaglæp í heimi.Hafa þessi heimili fengið að njóta vafans? NeiHafði einhver áhyggjur af börnunum á þessum heimilum? NeiVar þessum heimilum sýnd einhver miskunn? NeiVar stjórnarskrárbundinn eignaréttur þessa fólks virtur? NeiVar ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði óháð fjárhag eða tengslum virt gagnvart því? NeiVoru lög um neytendarétt virt gagnvart þeim? NeiVar samningsréttur þeirra virtur? NeiHafa þau notið réttlætis hjá dómstólum í baráttu gegna fjármálafyrirtækjum? NeiGeta þau sótt mál gegn banka/ríki á raunverulegum jafnræðisgrundvelli? NeiHefur þurft að sanna “sekt” þeirra (lögmæti lána/aðgerða) áður en heimilissvipting á sér stað? NeiVoru þau álitin saklaus uns sekt var sönnuð? NeiEr refsing þeirra (heimilismissir) í einhverju samræmi við meint afbrot (lántöku)? NeiEr þörf á Rannsóknarskýrslu heimilanna? JÁ! Það hafa verið framin hræðilega réttarbrot á Íslandi frá hruni og tugþúsundum verið fórnað á altari bankanna sem hafa hagnast um 640 þúsund milljónir á þessum árum. Við verðum að tryggja að þetta gerist ALDREI AFTUR!! Við verðum að opna þetta sár upp á gátt og hreinsa það, öðruvísi mun aldrei gróa um heilt á Íslandi. VIÐ KREFJUMST Rannsóknarskýrslu heimilanna!Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Samherjaskjölin Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Orðið „spilling” hefur mikið heyrst í umræðum undanfarinna vikna. Án þess að ég vilji kveða upp dóma yfir einstökum aðilum eða fyrirtækjum, þá er það öllum sem vilja sjá, augljóst að það er víða pottur brotinn í íslensku samfélagi og að við sitjum ekki öll við sama borð. Það hvaða borð við sitjum við fer m.a. eftir fjárhagslegri stöðu og (ættar)tengslum. En það er merkilegt hvað þau sem sitja við háborðin verða alltaf hissa þegar upp um þau kemst; kannast ekki við neitt eða skilja ekkert í því að gjörðir þeirra hafi haft einhverjar afleiðingar, jafnvel fyrir fjölda fólks. Æ, æ og Úps! Sé allt satt sem sagt hefur verið um Samherja hefur namibíska þjóðin verið rænd, en það er hins vegar erfitt að mæla í hverju skaði hennar felst, af því við vitum ekki hvað hefði getað orðið. Við vitum ekki hversu margar fjölskyldur hefðu getað flutt úr fátækrahverfunum og þeir einstaklingar sem hafa verið rændir tækifærum, vita ekki einu sinni af því að „þeir sjálfir” hafi verið rændir. Skaðinn er í raun ómælanlegur, en hins vegar er lítið mál að rekja gróðann (sé hann ekki í skattaskjólum). Það er grafalvarlegt að brjóta gegn þjóð, hvort sem það er gagnvart eigin þjóð eða fátækri þjóð í fjarlægu landi. Það að misnota aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði gagnvart þeim sem veikari eru fyrir er aldrei réttlætanlegt því það brýtur ekki aðeins gegn okkar eigin stjórnarskrá og lögum heldur líka gegn siðferði okkar og réttlætiskennd.Leiki rökstuddur grunur á slíku athæfi, ber stjórnvöldum að rannsaka það þannig að úrskurðað verði um sekt eða sakleysi.En þó þetta blasi við öllum er lítið sem ekkert að gert. Hins vegar er alltaf lögð alveg gríðarleg áhersla á að þeir sem „svona brot” fremja, eigi að „njóta vafans” auk þess sem gjarnan er bent á, þegar umræðan verður óþægileg að „þeir eigi nú börn!” Æ,æ, og Úps! Glatað þegar glæpir manns fara að bitna á eigin börnum.Yfirburðir Íslands Namibíska þjóðin er sem betur fer ekki að láta bjóða sér þetta og er búin að reka nokkra ráðherra. Gott hjá þeim! Við setjum okkur á háan hest (enda í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna) því það er náttúrulega allt svo spillt þarna úti og bara eins gott að þeir séu nú loksins farnir að taka til í spillingunni. En Íslendingar – það er ekki eins og þeir þurfi að taka til hjá sér (enda í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna). Hér nýtur fólkið við háborðið vafans, þó lítill sé, og við þeim verður ekki hróflað. Þeir segja bara „Æ,æ og Úps!” og halda uppteknum hætti eins og ekkert sé. Enda hafa þeir komist upp með það hingað til, stundum með hrikalegum afleiðingum. Í því sambandi vil ég minna á að í kjölfar hrunsins voru lög- og stjórnarskrárbundin réttindi brotin á hluta þjóðarinnar. Þessi brot sem unnin hafa verið af fjármálafyrirtækjum í skjóli íslenskra stjórnvalda hafa m.a. annars valdið því að tugir þúsunda hafi lent í vandræðum sem þau hefðu aldrei átt að lenda í vegna stökkbreyttra og ólöglegra skulda. Af þessum sökum hafa a.m.k. 15.000 fjölskyldur misst heimili sín og tugir þúsunda lent í fjárnámum, en þau hafa verið yfir 170.000 frá hruni. Skaði allra þessara íslendinga er ómældur, því þó hægt sé að mæla hluta hins fjárhagslega skaða sem fólk hefur orðið fyrir verður annar „kostnaður” aldrei mældur en ásamt því að felast í heilsutapi og kulnun, felst hann einnig í glötuðum tíma með börnum og tækifærum sem aldrei urðu. Við erum tæplega 360.000 sem búum í þessu landi og heimili landsins eru um 140.000. Í flestum eðlilegum og óspilltum þjóðfélögum væri það rannsóknarefni ef 15% landsmanna misstu heimili sín, án þess að náttúruhamfarir hefðu komið til. En ekki á Íslandi! Á Íslandi situr fólk í æðstu stöðum sem er annarra um að verja eigin stóla og/eða flokka, og er tilbúið til að fórna heimilum, öryggi og lífsgæðum tugþúsunda fyrir eigin hag. Á þessu leikur ekki bara grunur, staðreyndirnar standa fyrir framan okkur. Tölurnar ganga ekki upp og segja sína sögu. Leiki rökstuddur grunur á að brotið hafi verið á réttindum einstaklinga, ber stjórnvöldum að rannsaka það þannig að úrskurðað verði um sekt eða sakleysi.Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna!Staðreyndir tala sínu máli Alþingi ber að láta fara fram rannsókn á því hvernig brotið var á heimilum landsins eftir hrun og hvernig það gat gerst að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið hreinlega tækju sig saman um að brjóta lög- og stjórnarskrárvarin réttindi almennings í landinu. Á þessu leikur ekki bara „rökstuddur grunur”. Staðreyndirnar tala sínu máli og 15.000 fjölskyldur eiga skilið að fá uppreist æru eftir skelfingu undanfarinna ára. Fyrrverandi Seðlabankastjóri Svein Harald Øygard lét hafa þetta eftir sér í Silfri Egils þann 24. nóvember sl. Í frétt RUV segir:Íslensku bankarnir hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni á sama tíma og þeir veittu almenningi lán í erlendri mynt. … „Og það verður jafnvel verra því að á fyrri hluta ársins 2008 þegar þurrð var á eiginfé bankanna leituðu þeir til Seðlabankans og fengu hjá honum fé. En það voru íslenskar krónur en þeir þörfnuðust gjaldeyris. Svo að í mars og apríl þá seldu þeir krónur og veiktu íslenska gjaldmiðilinn. Og græddu á því sjálfir á meðan alþýðumaðurinn, sem þeir höfðu lánað fé, fékk að kenna á því vegna veiklunar krónunnar…”Hér er fyrrverandi Seðlabankastjóri að lýsa fjármálaglæp. Það að taka stöðu gegn íslenskum almenningi með jafn hrikalegum afleiðingum og raun ber vitni, er ekkert annað en glæpur sem jafna má við landráð. Og hverjum hefur verið refsað fyrir glæpinn? Gerendunum? Nei, þeir hafa flestir haldið sínu og þeim sem þó var refsað, var ekki refsað fyrir brot sín gangvart heimilum landsins. Engum hefur verið refsað fyrir þau nema fórnarlömbum glæpsins! Já afleiðingar þessara brota hafa fallið á fórnarlömb þeirra af fullum þunga á meðan bankarnir sem frömdu hann hafa grætt á tá og fingri á þessum glæpum sínum.Hverjir eru svona mikils virði? Í aðförinni að heimilum landsins eftir hrun kristallast kjarninn í spillingunni á Íslandi. Í henni er rót spillingarinnar og hjartað, ef hægt er að segja að spillingin hafi hjarta. Að þessu hafa háttsettir aðilar í stjórnkerfinu komið auk dómara sem enn sitja í æðstu dómstólum. Fólk er enn að missa heimili sín og enn er verið að krefjast þúsunda fjárnáma á hverju ári og það er fyrir utan alla þá sem berjast við að halda sjó eftir að hafa náð nauðarsamningum við bankana til að halda heimili sínu. Pólitík er málamiðlanir. En grunnþættir þurfa að vera í lagi og það má aldrei gera málamiðlanir um réttindi fólks! Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Og hvaða „málamiðlanir” eru allra þessara heimila virði? Allrar þeirra örvæntingar sem heimilissviptingu fylgja? Allra þeirra barna sem hafa upplifað það gríðarlega óöryggi og álag sem því fylgir? Hverjir, já hverjir, eru 15.000 heimila virði? Hvaða stjórnmálamenn eru 15.000 heimila virði og hvaða stjórnmálaflokkar? Og hvaða aðilar innan stjórnkerfisins og dómskerfisins eru svona mikils virði? Hverja og hvað er “kerfið” að verja með þessum skelfilega fórnarkostnaði? Það þýðir ekkert fyrir „kerfið” að segja bara „Æ,æ og Úps! Þetta er voðalega leiðinlegt, en það eru nú liðin 11 ár og við viljum fara að ræða eitthvað annað”. Þetta gerðist ekki óvart. Það var ekki eitthvað „kerfi” sem gerði þetta og einhver „banki” sem framkvæmdi því hvorki „kerfi” né „banki” geta gert eitt eða neitt. Það var fólk sem gerði þetta. Það var fólk, einstaklingar, með völd sem ákvað að það væri í lagi að fórna heimilum og lífsafkomu hjá hópi fólks, sem var „sekt” um það eitt að taka húsnæðislán, jafnvel ólögleg, á „röngum” tíma þegar verið var að fremja einn stærsta fjármálaglæp í heimi.Hafa þessi heimili fengið að njóta vafans? NeiHafði einhver áhyggjur af börnunum á þessum heimilum? NeiVar þessum heimilum sýnd einhver miskunn? NeiVar stjórnarskrárbundinn eignaréttur þessa fólks virtur? NeiVar ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði óháð fjárhag eða tengslum virt gagnvart því? NeiVoru lög um neytendarétt virt gagnvart þeim? NeiVar samningsréttur þeirra virtur? NeiHafa þau notið réttlætis hjá dómstólum í baráttu gegna fjármálafyrirtækjum? NeiGeta þau sótt mál gegn banka/ríki á raunverulegum jafnræðisgrundvelli? NeiHefur þurft að sanna “sekt” þeirra (lögmæti lána/aðgerða) áður en heimilissvipting á sér stað? NeiVoru þau álitin saklaus uns sekt var sönnuð? NeiEr refsing þeirra (heimilismissir) í einhverju samræmi við meint afbrot (lántöku)? NeiEr þörf á Rannsóknarskýrslu heimilanna? JÁ! Það hafa verið framin hræðilega réttarbrot á Íslandi frá hruni og tugþúsundum verið fórnað á altari bankanna sem hafa hagnast um 640 þúsund milljónir á þessum árum. Við verðum að tryggja að þetta gerist ALDREI AFTUR!! Við verðum að opna þetta sár upp á gátt og hreinsa það, öðruvísi mun aldrei gróa um heilt á Íslandi. VIÐ KREFJUMST Rannsóknarskýrslu heimilanna!Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun