ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð í þágu Gagnaveitu Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 11:31 Orkuveita Reykjavíkur hefur fjármagnað og veitt GR lán. vísir/vilhelm ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan fagnar skoðun ESA á málinu.Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar frá Símanum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að fullu í eigu sveitarfélaga, hefur fjármagnað og veitt GR lán. Síminn heldur því fram að OR hafi veitt GR ívilnanir sem feli í sér brot á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun rannsaka hvort opinberir fjármunir hafi verið nýttir til að veita GR ívilnanir sem stóðu öðrum aðilum á markaði ekki til boða, að því er segir í tilkynningu ESA. Þar kemur einnig fram að Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með samkeppnisrekstur á fjarskiptamarkaði sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnar ráðstafanir á milli OR og GR hafi brotið gegn umræddu skilyrði. Í tveimur málanna fór PFS fram á að OR sæi til þess að ráðstafanirnar gengju til baka. PFS fór ekki fram á endurgreiðslu vaxta vegna ívilnananna í neinu málanna. ESA mun rannsaka hvort frekari endurheimtur séu nauðsynlegar til að tryggja að GR hafi ekki notið góðs af óæskilegum ívilnunum, að því er segir í tilkynningunni.Benda á að ákvörðun ESA nú feli ekki í sér endanlega niðurstöðu Í tilkynningu frá Gagnaveitunni segir að fyrirtækið fagni því að Eftirlitsstofnun EFTA taki til frekari skoðunar þrjár ákvarðanir íslenskra stjórnvalda sem allar snerust um samskipti GR við eiganda þess, Orkuveitu Reykjavíkur, og vaxtakjör á lánsfjármagni.Þar segir jafnframt að niðurstaða ESA muni hvorki hafa áhrif á viðskiptalíkan Gagnaveitu Reykjavíkur né uppbyggingaráform fyrirtækisins.„Jafnvel þótt niðurstaða málsins kunni að verða GR í óhag telur fyrirtækið fjárhagsleg áhrif þess óveruleg. Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög,“ að því er segir í tilkynningu GR.Þá er bent á að ákvörðun ESA um að taka málið til skoðunar feli ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu.„Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Fjarskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan fagnar skoðun ESA á málinu.Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar frá Símanum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að fullu í eigu sveitarfélaga, hefur fjármagnað og veitt GR lán. Síminn heldur því fram að OR hafi veitt GR ívilnanir sem feli í sér brot á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun rannsaka hvort opinberir fjármunir hafi verið nýttir til að veita GR ívilnanir sem stóðu öðrum aðilum á markaði ekki til boða, að því er segir í tilkynningu ESA. Þar kemur einnig fram að Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með samkeppnisrekstur á fjarskiptamarkaði sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnar ráðstafanir á milli OR og GR hafi brotið gegn umræddu skilyrði. Í tveimur málanna fór PFS fram á að OR sæi til þess að ráðstafanirnar gengju til baka. PFS fór ekki fram á endurgreiðslu vaxta vegna ívilnananna í neinu málanna. ESA mun rannsaka hvort frekari endurheimtur séu nauðsynlegar til að tryggja að GR hafi ekki notið góðs af óæskilegum ívilnunum, að því er segir í tilkynningunni.Benda á að ákvörðun ESA nú feli ekki í sér endanlega niðurstöðu Í tilkynningu frá Gagnaveitunni segir að fyrirtækið fagni því að Eftirlitsstofnun EFTA taki til frekari skoðunar þrjár ákvarðanir íslenskra stjórnvalda sem allar snerust um samskipti GR við eiganda þess, Orkuveitu Reykjavíkur, og vaxtakjör á lánsfjármagni.Þar segir jafnframt að niðurstaða ESA muni hvorki hafa áhrif á viðskiptalíkan Gagnaveitu Reykjavíkur né uppbyggingaráform fyrirtækisins.„Jafnvel þótt niðurstaða málsins kunni að verða GR í óhag telur fyrirtækið fjárhagsleg áhrif þess óveruleg. Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög,“ að því er segir í tilkynningu GR.Þá er bent á að ákvörðun ESA um að taka málið til skoðunar feli ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu.„Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Gagnaveitu Reykjavíkur.
Fjarskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira