Damon Hypersport er mótorhjól með árekstrarvörn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. desember 2019 07:00 Damon Hypersport Pro er öruggara en flest ef ekki öl önnur mótorhjól. Vísir/Damon Mótorhjól eru almennt talin ekki eins öruggur ferðamáti og bifreiðar. Einfaldlega vegna þess að ökumaður mótorhjóls er ekki umlukinn málmi sem verndar hann. Svo er ekki hægt að detta af bíl. Nú er komið fram á sjónarsviðið mótorhjól með árekstrarvörn, sem gerir það öruggara. Damon Hypersport Pro er frá Damon, kanadískum mótorhjólaframleiðanda. Hjólið er rafdrifið og tengt með 4G-nettengingu. Það verður frumsýnt á CES (Consumer Electronic Show - Neytenda raftækjasýningunn) í Las Vegas í byrjun næsta árs. Damon Hypersport TechCrunch Trailer from Damon Motors Inc on Vimeo.Hjólið kemur með CoPilot tækni. Það er ekki sjálfkeyrandi heldur les það veginn og umferðina með sömu samsetningu af myndavélum og skynjurum og bifreiðar nota. Skynjarar sem vara við árekstri láta stýri hjólsins hristast ef vara þarf ökumanninn við. Eins eru blindpunktsviðvaranir í mælaborði hjólsins. Ökumaður getur séð hvað er að gerast fyrir aftan sig á LCD skjá fyrir framan sig. Hann hefur því 360 gráðu yfirsýn yfir umferðina. Bílar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent
Mótorhjól eru almennt talin ekki eins öruggur ferðamáti og bifreiðar. Einfaldlega vegna þess að ökumaður mótorhjóls er ekki umlukinn málmi sem verndar hann. Svo er ekki hægt að detta af bíl. Nú er komið fram á sjónarsviðið mótorhjól með árekstrarvörn, sem gerir það öruggara. Damon Hypersport Pro er frá Damon, kanadískum mótorhjólaframleiðanda. Hjólið er rafdrifið og tengt með 4G-nettengingu. Það verður frumsýnt á CES (Consumer Electronic Show - Neytenda raftækjasýningunn) í Las Vegas í byrjun næsta árs. Damon Hypersport TechCrunch Trailer from Damon Motors Inc on Vimeo.Hjólið kemur með CoPilot tækni. Það er ekki sjálfkeyrandi heldur les það veginn og umferðina með sömu samsetningu af myndavélum og skynjurum og bifreiðar nota. Skynjarar sem vara við árekstri láta stýri hjólsins hristast ef vara þarf ökumanninn við. Eins eru blindpunktsviðvaranir í mælaborði hjólsins. Ökumaður getur séð hvað er að gerast fyrir aftan sig á LCD skjá fyrir framan sig. Hann hefur því 360 gráðu yfirsýn yfir umferðina.
Bílar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent