Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga eftir að Breiðablik samþykkti tilboð belgíska B-deildarfélagsins í Blikann unga.
Lommel SK is vanavond tot een voorakkoord voor 3 seizoenen (met optie) gekomen met Kolbeinn Thordarson. De 19-jarige middenvelder maakt de overstap van het IJslandse Breidablik. Welkom, Kolbeinn! #transfer#thordarson#superlommelpic.twitter.com/AarnFEbAYN
— Lommel SK (@LommelSKOff) July 31, 2019
Stefán Gíslason tók við liði Lommel í sumar og nú hafa tveir leikmenn Breiðabliks gengið í raðir liðsins en Jonathan Hendrickx gekk í raðir félagsins fyrr í sumar.
Kolbeinn er fæddur árið 2000 en á að baki 41 meistaraflokksleiki. Hann hefur skorað í þeim fjögur mörk en einnig á hann tíu unglingalandsliðsleik fyrir Ísland.
Fyrsti deildarleikur Lommel er á laugardaginn er belgíska B-deildin fer í gang.