Neikvæð áhrif Hvalárvirkjunar Ingólfur Bruun skrifar 31. júlí 2019 07:00 Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 27.7. sl. ritaði Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar, grein í Fréttablaðið um Hvalárvirkjun í Árneshreppi undir yfirskriftinni „Jákvæð áhrif Hvalárvirkjunar“. Í greininni kemur fram að Hvalárvirkjun sé lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum. Vísað er til þess að um sé að ræða „grjótharða staðreynd“ fengna frá Landsneti. Þetta er rangt. Uppbygging raforkukerfis á Vestfjörðum felst fyrst og fremst í að styrkja dreifikerfið og þá helst með því að leggja línur í jörð til að forða þeim frá vályndum veðrum. Það er næg orka framleidd á Íslandi til að sjá Vestfjörðum fyrir rafmagni. Það er staðreynd málsins og merkilegt að „okkar færustu sérfræðingar“ skuli ekki vita betur. Það er reyndar svo að „sérfræðingar“ hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Í því samhengi er hægt að minna á innflutning á minki til landsins og þann óbætanlega skaða sem hann veldur í náttúru Íslands. Eða innflutning á erlendu sauðfé til landsins á sinni tíð. Þá fjölluðu sérfræðingar um hætturnar og vanmátu herfilega.Lausn á orkuskorti? Það er ekki orkuskortur á Íslandi í náinni framtíð. Það er merkilegt að verða vitni að þeim hræðsluáróðri sem nú fer fram að orkuskortur sé yfirvofandi. Gerir fólk sér grein fyrir að um og yfir 80% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi fer til þriggja stórnotenda?! Sú nýting orkuauðlinda sem fram fór á tuttugustu öldinni var barn síns tíma. Tími stórvirkjana með þeirri eyðileggingu sem þær hafa á umhverfi sitt er liðinn. Hins vegar ætti að styðja og styrkja byggingu smávirkjana allt að 2 MW þar sem það er hægt. Slíkar virkjanir hafa jákvæð áhrif í nærumhverfinu og bæta raunverulega afhendingaröryggi raforku. Auk þess að skapa landeigendum á svæðinu tekjur. Dæmi er t.d. virkjun í Hvestudal í Arnarfirði. Yfirvöld hafa sofið á verðinum varðandi fyrirgreiðslu til smávirkjana en einblínt þess í stað á stalínískar risavirkjanir sbr. Kárahnjúkavirkjun og er það miður. Hér skal ekki gert lítið úr afhendingaröryggi og truflunum á rafmagni á Vestfjörðum og áhrifum þeirra á atvinnulíf, þvert á móti. Að halda því fram að Hvalárvirkjun sé „eina raunhæfa lausnin við þessu vandamáli“ er hins vegar fjarri sanni. Til þess að koma orku frá Ófeigsfirði til Vestfjarða þarf að styrkja dreifikerfið, annars mun ekkert breytast í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár ein og sér mun engu breyta varðandi afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Það er ólíðandi hvernig raforkuöryggi Vestfjarða hefur verið vanrækt og þá fyrst og fremst vegna úr sér genginna línulagna. Þar er við Landsnet og Rarik að sakast. Bæði þessi fyrirtæki eru í opinberri eigu og því er það eigandans, íslenska ríkisins, að setja fjármagn í uppbyggingu innviða á Vestfjörðum. Rammaáætlun er vissulega ónýt. Það þarf ekki að virkja meira í landinu með stórvirkjunum með óbætanlegum skaða fyrir náttúruna. Þess vegna er rammaáætlun ónýt. Þess vegna má Hvalárvirkjun ekki komast áfram. Fyrir nokkurn mun. Virkjun Hvalár á að aflýsa sem allra fyrst og viðurkenna þarf gagnsleysi rammaáætlunar. Þegar rammaáætlun er farin að skaða náttúruna eins og gæti orðið í Ófeigsfirði þá er ljóst að hún er ónýt.Tækifæri fyrir Árneshrepp? Í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: „Það (fólkið í Árneshreppi, innskot höf.) veit að Hvalárvirkjun er ekki að fara að bjarga hreppnum, en veit líka að hún er hluti af lausninni.“ Fyrri hluti þessarar setningar er mergur málsins. Hvalárvirkjun mun ekki gera neitt fyrir Árneshrepp. Og þau rök að Hvalárvirkjun muni hafa áhrif á heilsársbúsetu í Árneshreppi eru röng. Hér skal það áréttað, Hvalárvirkjun mun ekki hafa nein áhrif varðandi hvort fólk kýs að lifa og starfa í Árneshreppi. Ef af Hvalárvirkjun verður mun rafmagnið verða flutt frá Vestfjörðum en ekki inn á þá. Það þarf enginn að efast um það. Hér skal minnt á, illu heilli, að HS orka sem er eigandi Vesturverks, er einkafyrirtæki. Í því samhengi er hollt að rifja upp örlög Guggunnar. Þegar hún var seld með kvóta frá Ísafirði var því lofað af kaupendum að hún yrði aldrei flutt frá Ísafirði með kvótanum. Við vitum öll hvernig það fór.Höfundur er leiðsögumaður og náttúruunnandi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar