Gömuldönsk Davíð Þorláksson skrifar 31. júlí 2019 07:00 Áróðurinn gegn 3. orkupakkanum heldur áfram. Andstæðingar hans eru fyrir löngu orðnir rökþrota þannig að nú beinast spjótin að EES-samningnum, sem var líklega skotmarkið allan tímann. Hið nýjasta er að EES-samningurinn leiði til þessa að við þurfum að lögfesta alls kyns ólýðræðisleg ólög. Staðreyndin er hins vegar að EES-samningurinn hefur haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf. Stjórnsýslan okkar er fámenn og hefur ekki sömu burði til að undirbúa löggjöf frá grunni eins og í fjölmennari löndum. Fyrir EES-samninginn voru íslensk lög aðallega þýdd gömul dönsk lög. Samningurinn hefur fært okkur lög sem hafa falið í sér réttarbót á ýmsum sviðum. Án EES værum við líklega enn með fjármagnshöft. Ekki þau síðustu, heldur þau þar á undan. Við værum ekki með reglur um þátttöku ríkisins í atvinnustarfsemi eða skyldu hins opinbera til að bjóða út verkefni. Þá auðveldar það að samræmi sé í löggjöf milli Íslands og annarra Evrópulanda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu í Evrópu og öfugt. Og já, orkupakkarnir hafa búið til eðlilegan orkumarkað hér með aðskilnaði á milli þeirra þátta þar sem er samkeppni og einokun. Vera okkar í EES er ekki fullkomin og á endanum snýst hún um hagsmunamat. Við þurfum að vega kostina gegn göllunum og ef það kemur einhvern tímann að því að gallarnir verði kostunum yfirsterkari þá getum við gengið úr samstarfinu. Í ljósi þess að EES hefur ekki bara fært okkur betri löggjöf heldur líka betri lífsgæði allra landsmanna þá er langt í að það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Áróðurinn gegn 3. orkupakkanum heldur áfram. Andstæðingar hans eru fyrir löngu orðnir rökþrota þannig að nú beinast spjótin að EES-samningnum, sem var líklega skotmarkið allan tímann. Hið nýjasta er að EES-samningurinn leiði til þessa að við þurfum að lögfesta alls kyns ólýðræðisleg ólög. Staðreyndin er hins vegar að EES-samningurinn hefur haft jákvæð áhrif á íslenska löggjöf. Stjórnsýslan okkar er fámenn og hefur ekki sömu burði til að undirbúa löggjöf frá grunni eins og í fjölmennari löndum. Fyrir EES-samninginn voru íslensk lög aðallega þýdd gömul dönsk lög. Samningurinn hefur fært okkur lög sem hafa falið í sér réttarbót á ýmsum sviðum. Án EES værum við líklega enn með fjármagnshöft. Ekki þau síðustu, heldur þau þar á undan. Við værum ekki með reglur um þátttöku ríkisins í atvinnustarfsemi eða skyldu hins opinbera til að bjóða út verkefni. Þá auðveldar það að samræmi sé í löggjöf milli Íslands og annarra Evrópulanda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu í Evrópu og öfugt. Og já, orkupakkarnir hafa búið til eðlilegan orkumarkað hér með aðskilnaði á milli þeirra þátta þar sem er samkeppni og einokun. Vera okkar í EES er ekki fullkomin og á endanum snýst hún um hagsmunamat. Við þurfum að vega kostina gegn göllunum og ef það kemur einhvern tímann að því að gallarnir verði kostunum yfirsterkari þá getum við gengið úr samstarfinu. Í ljósi þess að EES hefur ekki bara fært okkur betri löggjöf heldur líka betri lífsgæði allra landsmanna þá er langt í að það gerist.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar