Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 10:40 Frans sagði að vandamálið væri enn til staðar þó að kirkjan væri meðvituð um það og hefði reynt að aðhafast. Vísir/EPA Frans páfi kaþólsku kirkjunnar segir kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna viðvarandi vandamál. Ásakanir nunna um misnotkun presta hafa komið fram undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti sem páfi viðurkennið vandamálið. Nunnur á Indlandi, Afríku, Rómönsku Ameríku og Ítalíu hafa greint frá því að kaþólskir prestar hafi misnotað þær kynferðislega. New York Times segir að í sumum tilfellum hafi nunnur gengist undir þungunarrof eða borið börn presta. Fréttamenn spurðu Frans páfa út í ásakanirnar um borð í flugvél páfa þegar hann var á leið heim til Rómar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. „Það er satt. Það eru prestar og biskupar sem hafa gert þetta,“ svaraði páfi. Fullyrti hann að Páfagarður ynni að því að bæta stöðu mála. Einhverjum prestum hefði verið vísað úr starfi. Sagði hann að forveri sinn í embætti, Benedikt sextándi, hefði meðal annars leyst upp nunnureglu þar sem borið hefði á „ákveðinni þrælkun kvenna“. Sú þrælkun hafi meðal annars verið kynferðisleg þrælkun af hálfu presta. Blaðafulltrúi Páfagarðs sagði síðar að nunnureglan hafi verið í Frakklandi. Alþjóðasamtök kaþólskra nunna fordæmdi „menningu þagnar og leyndarhyggju“ sem kæmi í veg fyrir að þær stigu fram í nóvember. Tímarit kaþólskra kvenna sem Páfagarður gefur út sagði frá því fyrir nokkrum dögum að í einhverjum tilfellum hefðu nunnur verið neyddar til þess að gangast undir þungunarrof eftir presta, jafnvel þó að slíkt sé bannað samkvæmt kenningum kirkjunnar. Páfagarður Trúmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Frans páfi kaþólsku kirkjunnar segir kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna viðvarandi vandamál. Ásakanir nunna um misnotkun presta hafa komið fram undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti sem páfi viðurkennið vandamálið. Nunnur á Indlandi, Afríku, Rómönsku Ameríku og Ítalíu hafa greint frá því að kaþólskir prestar hafi misnotað þær kynferðislega. New York Times segir að í sumum tilfellum hafi nunnur gengist undir þungunarrof eða borið börn presta. Fréttamenn spurðu Frans páfa út í ásakanirnar um borð í flugvél páfa þegar hann var á leið heim til Rómar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. „Það er satt. Það eru prestar og biskupar sem hafa gert þetta,“ svaraði páfi. Fullyrti hann að Páfagarður ynni að því að bæta stöðu mála. Einhverjum prestum hefði verið vísað úr starfi. Sagði hann að forveri sinn í embætti, Benedikt sextándi, hefði meðal annars leyst upp nunnureglu þar sem borið hefði á „ákveðinni þrælkun kvenna“. Sú þrælkun hafi meðal annars verið kynferðisleg þrælkun af hálfu presta. Blaðafulltrúi Páfagarðs sagði síðar að nunnureglan hafi verið í Frakklandi. Alþjóðasamtök kaþólskra nunna fordæmdi „menningu þagnar og leyndarhyggju“ sem kæmi í veg fyrir að þær stigu fram í nóvember. Tímarit kaþólskra kvenna sem Páfagarður gefur út sagði frá því fyrir nokkrum dögum að í einhverjum tilfellum hefðu nunnur verið neyddar til þess að gangast undir þungunarrof eftir presta, jafnvel þó að slíkt sé bannað samkvæmt kenningum kirkjunnar.
Páfagarður Trúmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira