Betra samfélag fyrir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:34 Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020.
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar