Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 23:15 Al-Bashir var haldið í búri á meðan málið var tekið fyrir. EPA-EFE Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Al-Bashir var hrakinn frá völdum í byrjun apríl en hann hafði setið sem forseti landsins frá árinu 1989. Hann hefur síðan setið í fangelsi í Kobar en kom fyrir dóm á mánudag vegna ákæra um peningaþvætti. Um miðjan apríl fundust skjalatöskur fullar af reiðufé og var þar nokkra gjaldmiðla að finna. Alls fundust um 350 þúsund Bandaríkjadalir, sex milljónir Evra og fimm milljarðar súdanskra punda. Heildarupphæðin nemur um 1,5 milljörðum íslenskra króna.Al-Bashir er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti.EPA-EFEAl-Bashir var í dómssalnum þegar rannsóknarlögreglumaðurinn lagði fram ásakanirnar en hann svaraði þeim ekki. Honum var haldið í búri á meðan hann var inni í dómssalnum. Hann tók aðeins til máls tvisvar sinnum á meðan á réttarhöldunum stóð, þegar hann sagði til nafns og svaraði því hvar hann héldi nú til. Ahmed Ali Mohamed, rannsóknarlögreglumaðurinn, sagði í dómssal að al-Bashir hafi játað að hafa þegið 25 milljónir dollara frá Mohammed Bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu. Það nemur um 3,1 milljörðum íslenskra króna. Mohamed bætti því við að al-Bashir hafi þegið fjármagn frá fleiri Sádi-Aröbum. Súdan Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Al-Bashir var hrakinn frá völdum í byrjun apríl en hann hafði setið sem forseti landsins frá árinu 1989. Hann hefur síðan setið í fangelsi í Kobar en kom fyrir dóm á mánudag vegna ákæra um peningaþvætti. Um miðjan apríl fundust skjalatöskur fullar af reiðufé og var þar nokkra gjaldmiðla að finna. Alls fundust um 350 þúsund Bandaríkjadalir, sex milljónir Evra og fimm milljarðar súdanskra punda. Heildarupphæðin nemur um 1,5 milljörðum íslenskra króna.Al-Bashir er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti.EPA-EFEAl-Bashir var í dómssalnum þegar rannsóknarlögreglumaðurinn lagði fram ásakanirnar en hann svaraði þeim ekki. Honum var haldið í búri á meðan hann var inni í dómssalnum. Hann tók aðeins til máls tvisvar sinnum á meðan á réttarhöldunum stóð, þegar hann sagði til nafns og svaraði því hvar hann héldi nú til. Ahmed Ali Mohamed, rannsóknarlögreglumaðurinn, sagði í dómssal að al-Bashir hafi játað að hafa þegið 25 milljónir dollara frá Mohammed Bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu. Það nemur um 3,1 milljörðum íslenskra króna. Mohamed bætti því við að al-Bashir hafi þegið fjármagn frá fleiri Sádi-Aröbum.
Súdan Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira