Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 19:15 Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót og hægt verður að leita til hans næstu fimmtán mánuði þar á eftir en að þeim loknum fer hann á biðlaun í sex mánuði. Í bréfi sem Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsfólki embættisins í dag segir hann að eðli málsins samkvæmt gusti um þann sem gegni þessu starfi og hann hafi ekki farið varhluta af því. Nýleg gagnrýni hans á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hafi ekki verið öllum að skapi.Sjá einnig: Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Sjálfur telji hann eðlilegt að í fámennu samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. En hann stígi sáttur frá borði eftir 22 ár í embættinu.Bréf fráfarandi ríkislögreglustjóra til starfsmanna.Grafík/Stöð 2Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvað að sameina ekki embætti að þessu sinni eins og var ein af þeim hugmyndum sem hún var að skoða.Var lykillinn að málinu að ríkislögreglustjóri lætur af störfum?„Hann ákvað það og ég er sammála því mati hans að það sé rétt að hann stígi til hliðar núna og láti öðrum eftir embætti ríkislögreglustjóra,” segir Áslaug Arna. Hún greindi frá því í dag að stofnað verði lögregluráð sem í eigi sæti allir lögreglustjórar landsins undir formennsku ríkislögreglustjóra.Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra um áramótin en það verður auglýst laust til umsóknar bráðlega. Kjartan segist ekki ætla að sækja um embættið og hann reikni ekki með að hann taki stefnumótandi ákvarðanir á meðan hann verður ríkislögreglustjóri. Hann muni undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra. Ráðherra segir að efla verði samráð og samvinnu allra lögreglustjóra landsins. Haraldur komi í ráðuneytið eftir áramót í sérstök verkefni í þrjá mánuði. „Að þeim loknum tekur svo við starfslokasamningur þar sem hægt er að leita til hans til ráðgjafar í ráðuneytinu í fimmtán mánuði. Síðan taka við biðlaun samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í sex mánuði,” segir Áslaug Arna. Haraldur Johannessen verður því á launum hjá ríkinu í 24 mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramótin.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira