Evu Maríu hótað þegar hún stofnaði Sætar syndir Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Eva María stofnaði Sætar syndir það tók heldur betur á. Stöð 2 Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið. Ísland í dag Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Eva María Hallgrímsdóttir stofnaði kökuskreytingafyrirtækið Sætar syndir fyrir nokkrum árum en það gekk ekki átakalaust fyrir sig og þurfti hún að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfarið. Rætt var við Evu í Íslandi í í dag síðastliðinn föstudag á Stöð 2. Henni var hótað og hún lögsótt trekk í trekk eins og hver annar glæpamaður eins og hún orðar það. „Þetta var þannig að ég var að undirbúa opnunina í Sætum og fæ tölvupóst frá bakara sem fer að spyrja mig hvenær ég ætli að opna og svoleiðis og ég sé að brjóta lög með því opna kökugerð og ég skuli sko ekki halda það að ég fái að hafa fyrirtækið mitt í friði,“ segir Eva sem var sagt að hún væri að brjóta iðnaðarlög með því þar sem hún væri ekki menntaður bakari.Fór fram og til baka í kerfinu „Hann sagði að samtök bakara ættu ógrynni af fjár og myndi hafa tíma til að elta mig uppi hvernig sem færi. Mér auðvitað brá við þetta og þetta var alls ekki eitthvað sem ég átti von á. Ég hafði samband við lögfræðing sem tók málin í sínar hendur og svaraði honum. Svo leið ekkert að löngu þangað til ég fékk bréf heim sem var ákæra frá lögreglunni og Samtökum iðnaðarins um brot á iðnaðarlögum. Lögfræðingur minn fer þá í það mál og því máli var síðan vísað frá. Svo liðu nokkrar vikur og þá kemur aftur bréf frá Ríkissaksóknara. Þá höfðu þeir vísað frávísuninni til þeirra og það var tekið fyrir þar og þeir vísa þessu aftur til efnismeðferðar til lögreglunnar. Þar var þessu aftur vísað frá og þá var ég fyrst fengin í skýrslutöku. Ég mæti niður á lögreglustöð með lögmann með mér sem var mjög absúrd upplifun,“ segir Eva og málið hélt áfram og hún aftur kærð til Ríkissaksóknara. Aftur var málinu vísað frá en að lokum var Samtökum iðnaðarins tilkynnt að þeir hefðu ekki grundvöll fyrir annarri kæru. „Ég er með kökugerð og við sérhæfum okkur í kökuskreytingum og við erum með matvælavottað eldhús og fylgjum öllum þeim reglugerðum sem fylgja heilbrigðiseftirlitinu. Þetta snýst ekki um að ég sé bakari, við erum ekki inni á þeim markaði og erum ekki að baka brauð eða neitt þannig.“ En Eva hefur slegið í gegn með kökuskreytingunum og meðal annars gert skreytingar fyrir heimsþekktar stjörnur eins og Guns And Roses og fleiri. Vala Matt hitti hana í síðustu viku og kynnti sér málið.
Ísland í dag Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira