Norsku stelpurnar áfram á sigurbraut á HM í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 13:00 Stine Bredal Oftedal var best á vellinum í dag. Getty/Lukasz Laskowski Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru eitt af sex liðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Japan. Noregur spilaði sinn erfiðasta leik til þess en vann að lokum þriggja marka sigur á Serbíu. Þrjár þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu enn eftir af riðlakeppninni. Þýskaland, Spánn og Rússland eru komin áfram en Norðmenn, Svíar og Svartfellingar eru líka með fullt hús í sínum riðli. Þrjú síðastnefndu löndin eru í góðri stöðu en geta samt enn setið tölfræðilega eftir. Norska liðið hafði unnið tvo auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum en það reyndi talsvert meira á þær á móti sterku serbnesku liði. Noregur vann á endanum 28-25 sigur. Stine Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar með sjö mörk hvor en Silje Solberg varði líka mjög vel í markinu. Oftedal var valin besti leikmaður vallarins. Norsku stelpurnar voru skrefinu á eftir framan af leik en líkt á móti Slóveníu í gær þurfti leikhlé frá Þóri til að koma hans stelpum í gang. Norska liðið var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður hjá norska liðinu en ólíkt Slóveníuleiknum þá tókst þeim ekki að stinga Serbana af. Hægt og rólega jókst þó munurinn upp í fimm mörk en þær serbnesku gáfust ekki upp og minnkuðu aftur muninn. Norska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði ein Norðmenn klikkuðu á fjórum vítaköstum í leiknum en náðu nokkrum sinnum að skora úr frákastinu. Hin risavaxna Dragana Cvijic á línunni reyndist norska liðinu erfið viðureignar en hún skoraði fimm mörk og fiskaði líka víti og brottrekstra. Þýskaland vann eins marka sigur á Danmörku, 26-25, í æsispennandi leik í B-riðlinum en þar eru þýsku stelpurnar þær einu sem eru með fullt hús. Úrslitin þýða að Danir komast ekki í milliriðil eins og staðan er núna en þær geta bætt úr því í síðustu tveimur leikjum sínum við Brasilíumenn og Frakka. Þýsku stelpurnar fögnuðu aftur á móti vel því þær eru öruggar inn í milliriðla. Hollensku stelpurnar skoruðu 51 mark í stórsigri á Kúbu og eru komnar á mikið skrið eftir óvænt tap á móti Slóveníu í fyrsta leik. Tveir leikmenn skoruðu meira en tíu mörk, Angela Malestein var með 11 mörk og Lois Abbingh skoraði 10 mörk. Slóvensku stelpurnar voru ef til vill enn í losti eftir skellinn á móti Noregi í gær því Slóvenía steinlá með níu marka mun á móti Angóla. Angólska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Lið Suður Kóreu heldur áfram að gera góða hluti en liðið hefur náð í fimm af sex stigum út úr leikjum sínum á móti Frakklandi, Danmörku og Brasilíu. Spánn og Svartfjallaland eru bæði með fullt hús í C-riðlinum en Svartfjallaland vann nauma eins marks sigur á Ungverjalandi, 25-24 á meðan Spánverjar burstuðu Senegal. Rússar og Svíar eru með fullt hús í D-riðlinum en Svíar urðu fyrstir til að vinna gestgjafa Japan sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Heimsmeistarar Frakka unnu loksins sigur og hann var eins og lauflétt æfing en franska liðið vann 39 marka sigur á Áströlum, 46-7.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Holland - Kúba 51-23 Slóvenía - Angóla 24-33 Noregur - Serbía 28-25Stigin: Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0B-riðill Suður Kórea - Brasilía 33-27 Frakkland - Ástralía 46-7 Danmörk - Þýskaland 25-26Stigin: Þýskaland 6, Suður Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0.C-riðill Ungverjaland - Svartfjallaland 24-25 Spánn - Senegal 29-20 Rúmenía - Kasakstan 22-20Stigin: Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0.D-riðill Rússland - Austur Kongó 34-13 Kína - Argentína 28-34 Svíþjóð - Japan 34-26Stigin: Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argentína 2, Kína 0, Austur Kongó 0 Handbolti Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru eitt af sex liðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Japan. Noregur spilaði sinn erfiðasta leik til þess en vann að lokum þriggja marka sigur á Serbíu. Þrjár þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu enn eftir af riðlakeppninni. Þýskaland, Spánn og Rússland eru komin áfram en Norðmenn, Svíar og Svartfellingar eru líka með fullt hús í sínum riðli. Þrjú síðastnefndu löndin eru í góðri stöðu en geta samt enn setið tölfræðilega eftir. Norska liðið hafði unnið tvo auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum en það reyndi talsvert meira á þær á móti sterku serbnesku liði. Noregur vann á endanum 28-25 sigur. Stine Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar með sjö mörk hvor en Silje Solberg varði líka mjög vel í markinu. Oftedal var valin besti leikmaður vallarins. Norsku stelpurnar voru skrefinu á eftir framan af leik en líkt á móti Slóveníu í gær þurfti leikhlé frá Þóri til að koma hans stelpum í gang. Norska liðið var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður hjá norska liðinu en ólíkt Slóveníuleiknum þá tókst þeim ekki að stinga Serbana af. Hægt og rólega jókst þó munurinn upp í fimm mörk en þær serbnesku gáfust ekki upp og minnkuðu aftur muninn. Norska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði ein Norðmenn klikkuðu á fjórum vítaköstum í leiknum en náðu nokkrum sinnum að skora úr frákastinu. Hin risavaxna Dragana Cvijic á línunni reyndist norska liðinu erfið viðureignar en hún skoraði fimm mörk og fiskaði líka víti og brottrekstra. Þýskaland vann eins marka sigur á Danmörku, 26-25, í æsispennandi leik í B-riðlinum en þar eru þýsku stelpurnar þær einu sem eru með fullt hús. Úrslitin þýða að Danir komast ekki í milliriðil eins og staðan er núna en þær geta bætt úr því í síðustu tveimur leikjum sínum við Brasilíumenn og Frakka. Þýsku stelpurnar fögnuðu aftur á móti vel því þær eru öruggar inn í milliriðla. Hollensku stelpurnar skoruðu 51 mark í stórsigri á Kúbu og eru komnar á mikið skrið eftir óvænt tap á móti Slóveníu í fyrsta leik. Tveir leikmenn skoruðu meira en tíu mörk, Angela Malestein var með 11 mörk og Lois Abbingh skoraði 10 mörk. Slóvensku stelpurnar voru ef til vill enn í losti eftir skellinn á móti Noregi í gær því Slóvenía steinlá með níu marka mun á móti Angóla. Angólska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Lið Suður Kóreu heldur áfram að gera góða hluti en liðið hefur náð í fimm af sex stigum út úr leikjum sínum á móti Frakklandi, Danmörku og Brasilíu. Spánn og Svartfjallaland eru bæði með fullt hús í C-riðlinum en Svartfjallaland vann nauma eins marks sigur á Ungverjalandi, 25-24 á meðan Spánverjar burstuðu Senegal. Rússar og Svíar eru með fullt hús í D-riðlinum en Svíar urðu fyrstir til að vinna gestgjafa Japan sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Heimsmeistarar Frakka unnu loksins sigur og hann var eins og lauflétt æfing en franska liðið vann 39 marka sigur á Áströlum, 46-7.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Holland - Kúba 51-23 Slóvenía - Angóla 24-33 Noregur - Serbía 28-25Stigin: Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0B-riðill Suður Kórea - Brasilía 33-27 Frakkland - Ástralía 46-7 Danmörk - Þýskaland 25-26Stigin: Þýskaland 6, Suður Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0.C-riðill Ungverjaland - Svartfjallaland 24-25 Spánn - Senegal 29-20 Rúmenía - Kasakstan 22-20Stigin: Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0.D-riðill Rússland - Austur Kongó 34-13 Kína - Argentína 28-34 Svíþjóð - Japan 34-26Stigin: Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argentína 2, Kína 0, Austur Kongó 0
Handbolti Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira