Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:20 Michele Ballarin er stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC. Hún hyggst endurreisa flugfélagið Wow air. Vísir/Baldur Aðstandendur hins endurreista flugfélags Wow air vonast til þess að vera komin í loftið innan vikna frekar en mánaða. Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug Wow air, sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa, á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að hefja ætti sölu á flugmiðum í nóvember og að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson, sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, ítrekar í samtali við Vísi það sem hann tjáði fréttastofu fyrr í vetur: að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á. Undirbúningsvinnan sé þó enn í fullum gangi – allt sé á réttri reið, en ef til vill ekki á þeim hraða sem lagt var upp með í fyrstu. Tafirnar skrifist þannig annars vegar á ákveðnar hindranir sem orðið hafi í vegi aðstandenda félagsins. Hins vegar hafi komið upp ýmis ný tækifæri og nýjar forsendur, sem tilefni hafi verið til að taka til skoðunar, og ferlinu frestað enn frekar.Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Vísir/VilhelmPlay hafi engin áhrif Vinnan gengur þó vel, að sögn Gunnars. Þannig sé tíminn í fyrsta flug Wow air frekar mældur í vikum en mánuðum, þó ekki sé hægt að gefa upp nákvæma dagsetningu. Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. „Í þessum allra fyrstu ferðum á milli Keflavíkur og Washington verður, samhliða farþegafluginu í efra rýminu, lögð höfuðáhersla á góða nýtingu í vöruflutningarýminu,“ segir Gunnar. Inntur eftir því hvort hið nýstofnaða lággjaldaflugfélag Play hafi haft einhver áhrif á framgang starfseminnar segir Gunnar svo ekki vera. Þá kveðst hann ekki vilja upplýsa neitt um einstaka þætti undirbúningsins, til dæmis leigu á húsnæði undir starfsemina hérlendis. Um starfsfólks félagsins segir Gunnar að það verði blanda af íslensku og erlendu vinnuafli en ekki sé komið á hreint hvernig hlutföllin verði í þeim efnum. Þá vill hann heldur ekki upplýsa um mögulegar heimsóknir Ballarin til Íslands, hvorki nýliðnar né væntanlegar, en síðasta staðfesta heimsókn hennar til landsins var í lok október. Komið hefur fram að Ballarin greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32 WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Fiskur frekar en farþegar til að byrja með Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina. 27. október 2019 12:59 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Aðstandendur hins endurreista flugfélags Wow air vonast til þess að vera komin í loftið innan vikna frekar en mánaða. Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. Upphaflega var lagt upp með að áætlunarflug Wow air, sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa, á milli Keflavíkur og Washington gæti hafist í október. Í byrjun október var haft eftir Ballarin að hefja ætti sölu á flugmiðum í nóvember og að allt yrði komið á fullt hjá félaginu í desember. Þær spár hafa þó ekki ræst. Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson, sem komið hefur að undirbúningi endurreisnarinnar, ítrekar í samtali við Vísi það sem hann tjáði fréttastofu fyrr í vetur: að ferlið hafi reynst tímafrekara en von var á. Undirbúningsvinnan sé þó enn í fullum gangi – allt sé á réttri reið, en ef til vill ekki á þeim hraða sem lagt var upp með í fyrstu. Tafirnar skrifist þannig annars vegar á ákveðnar hindranir sem orðið hafi í vegi aðstandenda félagsins. Hins vegar hafi komið upp ýmis ný tækifæri og nýjar forsendur, sem tilefni hafi verið til að taka til skoðunar, og ferlinu frestað enn frekar.Á meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Vísir/VilhelmPlay hafi engin áhrif Vinnan gengur þó vel, að sögn Gunnars. Þannig sé tíminn í fyrsta flug Wow air frekar mældur í vikum en mánuðum, þó ekki sé hægt að gefa upp nákvæma dagsetningu. Eins og áður hefur komið fram verða fraktflutningar á fiski og öðrum varningi stór hluti starfseminnar, í það minnsta fyrst um sinn. „Í þessum allra fyrstu ferðum á milli Keflavíkur og Washington verður, samhliða farþegafluginu í efra rýminu, lögð höfuðáhersla á góða nýtingu í vöruflutningarýminu,“ segir Gunnar. Inntur eftir því hvort hið nýstofnaða lággjaldaflugfélag Play hafi haft einhver áhrif á framgang starfseminnar segir Gunnar svo ekki vera. Þá kveðst hann ekki vilja upplýsa neitt um einstaka þætti undirbúningsins, til dæmis leigu á húsnæði undir starfsemina hérlendis. Um starfsfólks félagsins segir Gunnar að það verði blanda af íslensku og erlendu vinnuafli en ekki sé komið á hreint hvernig hlutföllin verði í þeim efnum. Þá vill hann heldur ekki upplýsa um mögulegar heimsóknir Ballarin til Íslands, hvorki nýliðnar né væntanlegar, en síðasta staðfesta heimsókn hennar til landsins var í lok október. Komið hefur fram að Ballarin greiddi 50 milljónir króna fyrir eignirnar sem hún keypti úr þrotabúi WOW air. Þeirra á meðal eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32 WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Fiskur frekar en farþegar til að byrja með Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina. 27. október 2019 12:59 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32
WOW enn á flugi í Tælandi Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. 30. október 2019 10:45
3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43
Fiskur frekar en farþegar til að byrja með Áherslur hins nýja WOW air sem bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin hyggst endurreisa verða á fraktflutninga fremur en farþegaflug til að byrja með. Ballarin kom til Íslands um helgina. 27. október 2019 12:59