Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn Bergur Garðarsson skrifar 19. mars 2019 19:15 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar. Á stuttum tíma hefur Reykjavíkurborg þurft að ráðast í útttektir eða umbætur vegna raka og myglu í fjórum grunnskólum borgarinnar. Raki eða grunur um raka í fjórum skólum Í gær var gerð úttekt á Seljaskóla, umbætur eru í gangi í Breiðholtsskóla og beðið er niðurstöðu úr mælingum úr Ártúnsskóla. Þá lokaði Fossvogsskóla fyrr í þessum mánuði vegna raka og lélegra loftgæða en þar þarf að ráðast í umfangsmiklar úrbætur en ráðgert er að skólastarf hefjist þar að nýju í haust. Gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með hollustuháttum í Reykjavík og fer í vettvangsferðir einu sinni á ári í skóla borgarinnar. Margir þættir eru kannaðir. Þeirra á meðal eru loftgæði, raki, raka-og lekaskemmdir og spurt er um þekkt raka-og lekavandamál. Byggingarefnum er hins vegar ekki raskað. Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn í nóvember sem þýðir að kröfur hafi verið uppfylltar en einhverjar ábendingar hafi verið gerðar. Engar þeirra voru sérstaklega vegna raka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk engar kvartanir um húsnæði Fossvogsskóla við reglubundið eftirlit í nóvember að sögn Rósu Magnúsdóttur deildarstjóra Umhverfiseftirlits eftirlitsins. Engar kvartanir bárust Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri Umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að við eftirlitið hafi öllum verklagsreglum verið fylgt. „Húsnæðið var skoðað samkvæmt okkar verklagsreglum og gengið um það með ábyrgðaraðila innan skólans og spurt eins og venjulega hvort það væru einhverjar sérstakar ábendingar um eitthvað sem ekki væri í lagi. Svo var ekki,“ segir Rósa. Rósa tekur fram að raki og rakaskemmdir sem síðar hafi fundist hafi til dæmis verið í kennaraaðstöðu sem Heilbrigðiseftirlitið kanni ekki heldur Vinnueftirlitið sem hafi umsjón með rými kennara í grunnskólum borarinnar. Þá hafi engar kvartanir komið fram við eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins í nóvember. „Okkur var ekki sýnt neitt sérstaklega að það væru vandamál. Alls ekki. Við fengum heldur ekki ábendingar frá foreldrum eða öðrum en við að sjálfsögðu tökum á móti kvörtunum eða einhverjar eru frá almenningi eða öllum,“ segir Rósa. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf Fossvogsskóla næst hæstu einkunn í reglubundnu eftirliti í nóvember. Fossvogsskóla var lokað vegna raka-og loftgæðamála rúmum fjórum mánuðum síðar. Deildarstjóri Umhverfiseftirlits borgarinnar segir farið að verklagsreglum við eftirlit sem fer fram einu sinni á ári í grunnskólum borgarinnar. Á stuttum tíma hefur Reykjavíkurborg þurft að ráðast í útttektir eða umbætur vegna raka og myglu í fjórum grunnskólum borgarinnar. Raki eða grunur um raka í fjórum skólum Í gær var gerð úttekt á Seljaskóla, umbætur eru í gangi í Breiðholtsskóla og beðið er niðurstöðu úr mælingum úr Ártúnsskóla. Þá lokaði Fossvogsskóla fyrr í þessum mánuði vegna raka og lélegra loftgæða en þar þarf að ráðast í umfangsmiklar úrbætur en ráðgert er að skólastarf hefjist þar að nýju í haust. Gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með hollustuháttum í Reykjavík og fer í vettvangsferðir einu sinni á ári í skóla borgarinnar. Margir þættir eru kannaðir. Þeirra á meðal eru loftgæði, raki, raka-og lekaskemmdir og spurt er um þekkt raka-og lekavandamál. Byggingarefnum er hins vegar ekki raskað. Heilbrigðiseftirlitið gaf Fossvogsskóla fjóra af fimm í einkunn í nóvember sem þýðir að kröfur hafi verið uppfylltar en einhverjar ábendingar hafi verið gerðar. Engar þeirra voru sérstaklega vegna raka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk engar kvartanir um húsnæði Fossvogsskóla við reglubundið eftirlit í nóvember að sögn Rósu Magnúsdóttur deildarstjóra Umhverfiseftirlits eftirlitsins. Engar kvartanir bárust Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri Umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að við eftirlitið hafi öllum verklagsreglum verið fylgt. „Húsnæðið var skoðað samkvæmt okkar verklagsreglum og gengið um það með ábyrgðaraðila innan skólans og spurt eins og venjulega hvort það væru einhverjar sérstakar ábendingar um eitthvað sem ekki væri í lagi. Svo var ekki,“ segir Rósa. Rósa tekur fram að raki og rakaskemmdir sem síðar hafi fundist hafi til dæmis verið í kennaraaðstöðu sem Heilbrigðiseftirlitið kanni ekki heldur Vinnueftirlitið sem hafi umsjón með rými kennara í grunnskólum borarinnar. Þá hafi engar kvartanir komið fram við eftirlit Heilbrigðiseftirlitsins í nóvember. „Okkur var ekki sýnt neitt sérstaklega að það væru vandamál. Alls ekki. Við fengum heldur ekki ábendingar frá foreldrum eða öðrum en við að sjálfsögðu tökum á móti kvörtunum eða einhverjar eru frá almenningi eða öllum,“ segir Rósa.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira