Sannir íþróttamenn Haukur Örn Birgisson skrifar 19. mars 2019 08:00 Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. Þrátt fyrir að hafa fylgst lítillega með undanfarin ár, hef ég alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart þessari „íþrótt“. Ég nota gæsalappir því ég er ekki viss um að þetta sé íþrótt. Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun. Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir. Kannski er ég bara orðinn miðaldra. Nema hvað. Ég var að koma af fótboltamóti með syni mínum. Hann er 9 ára. Eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum mótsins voru félagarnir að gera sig klára fyrir leik á móti Fjarðabyggð. Leikmenn beggja liða spjölluðu saman fyrir leikinn og ég lá á hleri. „Eruð þið ekki búnir að tapa öllum leikjunum ykkar?“ spurði einn Austfirðingurinn. „Jú,“ svöruðu mínir menn. „Þið eruð þá líklegast í neðsta sæti riðilsins, með núll stig,“ sagði annar, án nokkurra vandræða með samlagninguna. „Við erum í fjórða sæti en munum fara upp í þriðja sæti ef við vinnum ykkur,“ sagði þriðji stuttlingurinn að austan. Mínir menn þurftu ekki Austfirðingana til að átta sig á stöðunni. Þeir kipptu sér samt ekkert upp við þetta og það var fullkomin ró yfir samtalinu. Hvorki hroki né stælar. Samtalið var barnslega einlægt og virðingarvert. Hlutirnir voru ræddir eins og þeir lágu fyrir og hvorugt lið óskaði hinu slæms gengis. Þar fóru sannir íþróttamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. Þrátt fyrir að hafa fylgst lítillega með undanfarin ár, hef ég alltaf haft blendnar tilfinningar gagnvart þessari „íþrótt“. Ég nota gæsalappir því ég er ekki viss um að þetta sé íþrótt. Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun. Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir. Kannski er ég bara orðinn miðaldra. Nema hvað. Ég var að koma af fótboltamóti með syni mínum. Hann er 9 ára. Eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum mótsins voru félagarnir að gera sig klára fyrir leik á móti Fjarðabyggð. Leikmenn beggja liða spjölluðu saman fyrir leikinn og ég lá á hleri. „Eruð þið ekki búnir að tapa öllum leikjunum ykkar?“ spurði einn Austfirðingurinn. „Jú,“ svöruðu mínir menn. „Þið eruð þá líklegast í neðsta sæti riðilsins, með núll stig,“ sagði annar, án nokkurra vandræða með samlagninguna. „Við erum í fjórða sæti en munum fara upp í þriðja sæti ef við vinnum ykkur,“ sagði þriðji stuttlingurinn að austan. Mínir menn þurftu ekki Austfirðingana til að átta sig á stöðunni. Þeir kipptu sér samt ekkert upp við þetta og það var fullkomin ró yfir samtalinu. Hvorki hroki né stælar. Samtalið var barnslega einlægt og virðingarvert. Hlutirnir voru ræddir eins og þeir lágu fyrir og hvorugt lið óskaði hinu slæms gengis. Þar fóru sannir íþróttamenn.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar