Lífið

Hjólar í líkamsfarða Kim Kardashian

Sylvía Hall skrifar
Jamil segist frekar vilja taka „gallana“ í sátt.
Jamil segist frekar vilja taka „gallana“ í sátt. Vísir/Getty
Leikkonan Jameela Jamil, sem hefur vakið athygli fyrir leik sinn í þáttunum The Good Place, gagnrýnir nýjustu vöru Kim Kardashian á Twitter-síðu sinni. Um er að ræða líkamsfarða sem raunveruleikastjarnan setti á markað nýverið.

Kardashian hefur verið dugleg að auglýsa farðann á samfélagsmiðlum og birti til að mynda mynd af fótleggjum sínum þar sem sýnir farðann. Þar segist hún hafa lært að lifa með því að vera með psoriasis á fótunum en þegar hún vilji hylja það noti hún umræddan líkamsfarða.





Jamil gefur lítið fyrir þessa nýjung Kardashian og segir hana vera enn eina óþarfa vöru sem við teljum konum trú um að þær verði að eignast. Þá sé mun auðveldara að taka líkama sinn í sátt frekar en að eyða orku og pening í að mála líkamann hátt og lágt, nóg vinna fari í það að hafa sig til fyrir.





„Ég myndi frekar bara sættast við mín milljón slit og exem. Það að taka af mér maskarann er nægilega mikill hausverkur. Sparaðu pening og tíma og gefðu þér smá pásu,“ segir leikkonan í færslu á Twitter-síðu sinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikkonan gagnrýnir Kardashian eða aðrar stjörnur fyrir að auglýsa samskonar vörur. Það vakti mikla athygli á síðasta ári þegar raunveruleikastjarnan tók upp á því að auglýsa megrunarsleikibrjóstsykur og sagði Jamil Kardashian hafa „eitruð og hryllileg áhrif á ungar stúlkur“.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×