Pútín framlengir bann við innflutningi á evrópskum matvælum Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 15:26 Pútín Rússlandsforseti svaraði refsiaðgerðum vegna Krímskaga með því að leggja innflutningsbann á evrópsk matvæli. Vísir/EPA Vladímír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir tilskipun í dag sem framlengir innflutningsbann á evrópsk matvæli til ársloka 2020, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið var svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Evrópuríkja vegna innlimunar Krímskaga og nær meðal annars til íslenskra útflutningsvara. Bannið nær til flesta matvælategunda þeirra vestrænu ríkja sem beittu Rússland viðskiptaþvingunum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðunum frá upphafi var landið ekki bætt á lista yfir ríki sem innflutningsbann Rússa náði til fyrr en í ágúst árið 2015. Í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi í vetur kom fram að útflutningur á íslenskum matvælum hafi dregist saman um 90% árið 2016 og fyrri helming 2017 miðað við árið 2014, síðasta heila árið áður en bannið tók gildi. Árið 2014 nam útflutningurinn rúmlega 29 milljörðum króna, þar af voru fiskafurðir fluttar út fyrir 23,9 milljarða króna. Árið 2017 var útflutningurinn kominn niður í rúma sjö milljarða króna og nam 8,5 milljörðum króna í fyrra þegar fyrirspurninni var svarað í desember. Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Vladímír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir tilskipun í dag sem framlengir innflutningsbann á evrópsk matvæli til ársloka 2020, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið var svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Evrópuríkja vegna innlimunar Krímskaga og nær meðal annars til íslenskra útflutningsvara. Bannið nær til flesta matvælategunda þeirra vestrænu ríkja sem beittu Rússland viðskiptaþvingunum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðunum frá upphafi var landið ekki bætt á lista yfir ríki sem innflutningsbann Rússa náði til fyrr en í ágúst árið 2015. Í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi í vetur kom fram að útflutningur á íslenskum matvælum hafi dregist saman um 90% árið 2016 og fyrri helming 2017 miðað við árið 2014, síðasta heila árið áður en bannið tók gildi. Árið 2014 nam útflutningurinn rúmlega 29 milljörðum króna, þar af voru fiskafurðir fluttar út fyrir 23,9 milljarða króna. Árið 2017 var útflutningurinn kominn niður í rúma sjö milljarða króna og nam 8,5 milljörðum króna í fyrra þegar fyrirspurninni var svarað í desember.
Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira