Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 13:40 Frá samkomu nýnasista í Ostritz í apríl í fyrra. Þá fögnuðu þeir afmæli Adolfs Hitler, nasistaforingjans alræmda. Vísir/EPA Íbúar þýska bæjarins Ostritz tóku höndum saman um að kaupa upp bjórbirgðir stórmarkaða bæjarins til að koma í veg fyrir að gestir á tónlistarhátíð nýnasista kæmust í kringum áfengisbann sem var lagt á hátíðina. Lögreglan í Ostritz lagði hald á 4.200 lítra af bjór á föstudag og tvö hundruð til viðbótar á laugardag. Dómstóll í Dresden hafði lagt áfengisbann á hátíðina „Sverð og skjöldur“ sem hópur nýnasista stóð fyrir um helgina. Taldi hann augljóst að atburðurinn væri herskárr og hætta væri á að áfengisneysla yki líkurnar á ofbeldi.Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC keyptu íbúar í Ostritz meira en tvö hundruð kassa af bjór í matvælaverslunum bæjarins til að koma í veg fyrir að nýnasistarnir gætu leitað þangað til að svala bjórþorsta sínum. Um tvö þúsund bæjarbúar komu einnig saman til að mótmæla öfgahægrimönnunum.Auch heute setzen wir das Alkoholverbot in #Ostritz weiter durch. Bei Vorkontrollen konnten wir bisher mehr als 200 Liter sicherstellen. pic.twitter.com/fIg1B4XKkx— Polizei Sachsen (@PolizeiSachsen) June 22, 2019 „Við vildum þurrka upp nasistana. Við hugsuðum að ef áfengisbann er yfirvofandi þá skulum við tæma hillurnar í stórmarkaðinum,“ segir Georg Salditt, einn skipuleggjenda aðgerðanna í Ostritz. Um 500-600 manns eru sagðir hafa mætt á tónlistarhátíðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað en hátíðin er sögð hafa farið að mestu vel fram. Ostritz er nærri landamærunum að Póllandi og er þekkt fyrir starfsemi hægriöfgamanna. Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. 17. júní 2019 19:31 Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Íbúar þýska bæjarins Ostritz tóku höndum saman um að kaupa upp bjórbirgðir stórmarkaða bæjarins til að koma í veg fyrir að gestir á tónlistarhátíð nýnasista kæmust í kringum áfengisbann sem var lagt á hátíðina. Lögreglan í Ostritz lagði hald á 4.200 lítra af bjór á föstudag og tvö hundruð til viðbótar á laugardag. Dómstóll í Dresden hafði lagt áfengisbann á hátíðina „Sverð og skjöldur“ sem hópur nýnasista stóð fyrir um helgina. Taldi hann augljóst að atburðurinn væri herskárr og hætta væri á að áfengisneysla yki líkurnar á ofbeldi.Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC keyptu íbúar í Ostritz meira en tvö hundruð kassa af bjór í matvælaverslunum bæjarins til að koma í veg fyrir að nýnasistarnir gætu leitað þangað til að svala bjórþorsta sínum. Um tvö þúsund bæjarbúar komu einnig saman til að mótmæla öfgahægrimönnunum.Auch heute setzen wir das Alkoholverbot in #Ostritz weiter durch. Bei Vorkontrollen konnten wir bisher mehr als 200 Liter sicherstellen. pic.twitter.com/fIg1B4XKkx— Polizei Sachsen (@PolizeiSachsen) June 22, 2019 „Við vildum þurrka upp nasistana. Við hugsuðum að ef áfengisbann er yfirvofandi þá skulum við tæma hillurnar í stórmarkaðinum,“ segir Georg Salditt, einn skipuleggjenda aðgerðanna í Ostritz. Um 500-600 manns eru sagðir hafa mætt á tónlistarhátíðina. Lögreglan var með mikinn viðbúnað en hátíðin er sögð hafa farið að mestu vel fram. Ostritz er nærri landamærunum að Póllandi og er þekkt fyrir starfsemi hægriöfgamanna.
Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. 17. júní 2019 19:31 Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56
Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. 17. júní 2019 19:31
Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48