Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 13:34 Árásarmaðurinn var yfirbugaður af þremur meðlimum moskunnar áður en lögregla kom á vettvang. skjáskot Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Ungur maður, vopnaður haglabyssum og skammbyssum gekk inn í moskuna, sem er í úthverfi Óslóar í gær. Almennur borgari sem var þegar í moskunni náði að yfirbuga árásarmanninn og varð fyrir lítilsháttar meiðslum við það. Rune Skjold, aðalrannsóknarlögreglumaður í málinu, sagði að grunaði væri norskur að uppruna og hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Skjold bætti því við að maðurinn virtist aðhyllast „öfga-hægri“ skoðanir og væri andvígur innflytjendum. Hann hafi þá lýst yfir vorkunn sinni á Vidkun Quisling, sem var forsætisráðherra Noregs á meðan á hernámi nasista stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að grunaði hafi staðið einn að verki en þegar lögregla leitaði á heimili hans eftir árásina í gær fannst þar lík konu. Lögregla hefur staðfest að hún hafi haft tengsl við grunaða. Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar, sagði að aðeins þrír einstaklingar hafi verið inni í moskunni þegar árásin var framin. Þá sagði hann að einstaklingurinn sem slasaðist hafi verið 75 ára safnaðarmeðlimur moskunnar. Hann greindi frá því að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og skaut af byssunum,“ bætti hann við. Moskan hafði aukið öryggisgæsluna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrr á árinu, þar sem 51 einstaklingar létu lífið. Noregur Tengdar fréttir Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Ungur maður, vopnaður haglabyssum og skammbyssum gekk inn í moskuna, sem er í úthverfi Óslóar í gær. Almennur borgari sem var þegar í moskunni náði að yfirbuga árásarmanninn og varð fyrir lítilsháttar meiðslum við það. Rune Skjold, aðalrannsóknarlögreglumaður í málinu, sagði að grunaði væri norskur að uppruna og hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Skjold bætti því við að maðurinn virtist aðhyllast „öfga-hægri“ skoðanir og væri andvígur innflytjendum. Hann hafi þá lýst yfir vorkunn sinni á Vidkun Quisling, sem var forsætisráðherra Noregs á meðan á hernámi nasista stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að grunaði hafi staðið einn að verki en þegar lögregla leitaði á heimili hans eftir árásina í gær fannst þar lík konu. Lögregla hefur staðfest að hún hafi haft tengsl við grunaða. Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar, sagði að aðeins þrír einstaklingar hafi verið inni í moskunni þegar árásin var framin. Þá sagði hann að einstaklingurinn sem slasaðist hafi verið 75 ára safnaðarmeðlimur moskunnar. Hann greindi frá því að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og skaut af byssunum,“ bætti hann við. Moskan hafði aukið öryggisgæsluna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrr á árinu, þar sem 51 einstaklingar létu lífið.
Noregur Tengdar fréttir Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27
Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06