Finnst að börn eigi að geta leitað sér aðstoðar vegna kynferðisofbeldis í trúnaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 19:00 Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra gerðu það vegna ofbeldis sem þau voru beitt sem börn. Talskona Stígamóta segir börn hika við að leita sér hjálpar vegna tilkynningarskyldu þess sem hjálpina veitir. Hún vill að börn geti leitað sér aðstoðar í trúnaði. 418 manns leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis af einhverju tagi en það er aðeins fækkun frá fyrra ári en árið 2017 höfðu aldrei fleiri leitað til samtakanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í dag. Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi áður en þeir urðu átján ára. „Þar af voru 112 sem sögðu ofbeldið var byrjað áður en ég varð tíu ára. Og þetta fólk hefur hvergi fengið hjálp. Fjörutíu prósent af því hefur aldrei rætt við neinn um ofbeldið,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Til að mynda höfðu aðeins 3,9 prósent rætt ofbeldið við skólastarfsmenn. Guðrún segir vandamálið vera að börn undir átján ára geti hvergi geta leitað sér hjálpar án þess að sá sem hjálpina veitir tilkynni ofbeldið. Það sama eigi við um Stígamót. Þetta fæli börn frá því að opna sig. Það þurfti að búa til brú í átt að þessum börnum svo þau geti fengið hjálp á eigin forsendum. „Og markmiðið yrði alltaf að opna málin raunverulega, Ein tilraun gæti við sú að barnahús auglýsti einhverja tíma í viku þar sem börn mættu hringja inn og segja frá öllum þeim hryllingi sem þeim dettur í hug að tala um án þess að nokkuð myndi fara í gang. Þar sem þau bara geta fengið að létta á sér leyndarmálunum sínu,“ segir Guðrún. Hún telur að það myndi hjálpa börnum að átta sig á aðstæðum og vonandi hafa þau áhrif að málið færi áfram. Þá þyrfti að gera átal í skólum landsins. „Það eru engin plagöt í skólum sem segja börnum hvað þau eiga að gera ef þau eru beitt kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún. Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra gerðu það vegna ofbeldis sem þau voru beitt sem börn. Talskona Stígamóta segir börn hika við að leita sér hjálpar vegna tilkynningarskyldu þess sem hjálpina veitir. Hún vill að börn geti leitað sér aðstoðar í trúnaði. 418 manns leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis af einhverju tagi en það er aðeins fækkun frá fyrra ári en árið 2017 höfðu aldrei fleiri leitað til samtakanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í dag. Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi áður en þeir urðu átján ára. „Þar af voru 112 sem sögðu ofbeldið var byrjað áður en ég varð tíu ára. Og þetta fólk hefur hvergi fengið hjálp. Fjörutíu prósent af því hefur aldrei rætt við neinn um ofbeldið,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Til að mynda höfðu aðeins 3,9 prósent rætt ofbeldið við skólastarfsmenn. Guðrún segir vandamálið vera að börn undir átján ára geti hvergi geta leitað sér hjálpar án þess að sá sem hjálpina veitir tilkynni ofbeldið. Það sama eigi við um Stígamót. Þetta fæli börn frá því að opna sig. Það þurfti að búa til brú í átt að þessum börnum svo þau geti fengið hjálp á eigin forsendum. „Og markmiðið yrði alltaf að opna málin raunverulega, Ein tilraun gæti við sú að barnahús auglýsti einhverja tíma í viku þar sem börn mættu hringja inn og segja frá öllum þeim hryllingi sem þeim dettur í hug að tala um án þess að nokkuð myndi fara í gang. Þar sem þau bara geta fengið að létta á sér leyndarmálunum sínu,“ segir Guðrún. Hún telur að það myndi hjálpa börnum að átta sig á aðstæðum og vonandi hafa þau áhrif að málið færi áfram. Þá þyrfti að gera átal í skólum landsins. „Það eru engin plagöt í skólum sem segja börnum hvað þau eiga að gera ef þau eru beitt kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún.
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira