Óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE í Landsréttarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 12:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við Sigríði Á. Andersen sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í mars. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á dómi MDE í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Dómur í Landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi, féll þann 12. mars síðastliðinn. Í málinu komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögleg. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þurfti að taka vegna dómsins. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu að síðustu vikur hafi mismunandi fletir „þessa mikilvæga máls“ verið skoðaðir. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir ráðherra. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/Vilhelm Þá sé það einnig mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins, að höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmann og sérfræðing í mannréttindum og réttarfari, að leita eigi endurskoðunar á dómi MDE enda veki málið upp „veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu.“ Í tilkynningu segir jafnframt að líkur standi til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. „Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum,“ segir í tilkynningu. Landsréttur hefur ekki starfað af fullum krafti eftir dóminn. Töluverð óvissa hefur ríkt í aðdraganda málskotsins til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15 Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Íslenska ríkið mun óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á dómi MDE í Landsréttarmálinu svokallaða. Þetta kynnti dómsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Dómur í Landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi, féll þann 12. mars síðastliðinn. Í málinu komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögleg. Í kjölfarið sagði Sigríður Á. Andersen af sér sem dómsmálaráðherra til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þurfti að taka vegna dómsins. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu að síðustu vikur hafi mismunandi fletir „þessa mikilvæga máls“ verið skoðaðir. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir ráðherra. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur féll í Landsréttarmálinu í MDE.Vísir/Vilhelm Þá sé það einnig mat sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins, að höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmann og sérfræðing í mannréttindum og réttarfari, að leita eigi endurskoðunar á dómi MDE enda veki málið upp „veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu.“ Í tilkynningu segir jafnframt að líkur standi til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. „Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum,“ segir í tilkynningu. Landsréttur hefur ekki starfað af fullum krafti eftir dóminn. Töluverð óvissa hefur ríkt í aðdraganda málskotsins til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15 Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Brýnt er að binda enda á óvissuna um Landsrétt að mati Dómstólasýslunnar. Bagalegt er dráttur verður á meðferð mála. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn í vikunni. 6. apríl 2019 07:15
Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan. 20. mars 2019 18:30
Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45