Þegar einn hundur byrjar að gjamma... Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. maí 2019 10:00 Við Íslendingar erum eyjarskeggjar, og auðvitað einkennist skapgerð okkar nokkuð af því. Sumir eru hér þröngsýnir og íhaldssamir, og sjá þeir skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til náinnar samvinnu og tengsla við erlenda aðila, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógn við sjálfstæði landsmanna, þó svo að gjaldmiðill landsmanna, „blessuð krónan“, hafi reynzt hið mesta svikatól og bölvaldur. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar opinn í hugsun, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring. Þetta fólk skilur, að ný samskipta- og samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að náin og góð samskipti, samvinna og gagnkvæm viðskipti, einkum milli frændríkja og nágrannaþjóða, er því það, sem koma skal. Á síðustu vikum hafa einangrunarsinnar og afturhaldsöfl landsins látið mikið til sín heyra; haft hátt og verið digurbarkalegir; nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mér dettur hér í hug, að þegar einn hundur byrjar að gjamma, oft án tilefnis, taka allir hinir undir, án þess þó að hafa hugmynd um, út af hverju gjammað sé. Í 25 ár höfum við verið á innri markaði ESB, stærsta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á, á lægsta mögulegu verði. Þetta er frjáls verzlun með margvíslegan söluvarning, þar sem markaðurinn tryggir neytendum hagstæðust kjör og bezta mögulega þjónustu. Vatns- og hveraorkan okkar er auðvitað ekkert annað en hver annar söluvarningur, sem gengið getur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með hverja aðra orku (kolar-, olíu-, gas-, kjarn-, vind-, sólar-, sjávarfallaorku).Heldur einhver virkilega, að okkar íslenzka raf- eða hveraorka sé eitthvað alveg sérstakt, einhver yfirburðaorka, sem liggja verður á eins og ormur á gulli, og, að virkjanirnar okkar eigi að hafa stöðu heilagra véa? Hvílíkur barnaskapur og fásinna!Það gildir það sama um raforku landsmanna og virkjanir og um hátæknivörur og –verksmiðjur, sjávarafurðir, skipaflota og fiskiðnað, ál og áliðnað, flutningsþjónustu; Icelandair, hótel og veitingastaði, aðrar verksmiðjur og verzlunarfyrirtæki hvers konar, svo að ekki sé nú talað um land, landhlunnindi og auðlindir svo og fasteignir og byggingar; þetta stendur flest til sölu og kaups, í opinni og frjálsri samkeppni, á hinum opna og frjálsa innri markaði ESB. Auðvitað verður að hafa stjórn á þessu, og er það gert með ýmsum hætti. Flestar „viðkvæmar eignir“ landsmanna; lönd, auðlindir og náttúruperlur, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, og neyðir þau enginn, allra sízt útlendingar, til sölu eða eignaryfirfærslu. Í sambandi við 3. orkupakkann, er ekkert sérstakt að gerast, umfram það, sem gerist í öðrum viðskipta-, fjárfestingar-, eignasýslu- eða eignahaldsmálum. Er hlutabréfamarkaðurinn ekki opinn og frjáls? Geta menn – útlendir (ESB) sem innlendir – ekki keypt þar hluti í öllum okkar helztu og þýðingarmestu fyrirtækjum og eignum með frjálsum hætti? Um hvaða vanda eru menn eiginlega að tala!? Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóðir, frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar þeirra á meðal, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum.Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Kannske þyrfti að senda þeim nokkur stykki íslenzkra afdalamanna til ráðgjafar; til að koma vitinu fyrir þá?Annað mál er, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarfallaorku, en með nýrri tækni má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Einn þeirra, sem taldi sig hafa eitthvað til málsins að leggja, fáraðist í nýlegri grein yfir allt of háu verði Landsvirkjunar á rafmagni. Stafar þetta ekki einmitt af fákeppni og einokunarstarfsemi Landsvirkjunar? Hún yrði brotin á bak aftur, ef við tengdumst orkuneti Evrópu, á grundvelli frjálsrar samkeppni. Undarlegt nokk var þó höfundur á móti slíkri tengingu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Þriðji orkupakkinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eyjarskeggjar, og auðvitað einkennist skapgerð okkar nokkuð af því. Sumir eru hér þröngsýnir og íhaldssamir, og sjá þeir skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til náinnar samvinnu og tengsla við erlenda aðila, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógn við sjálfstæði landsmanna, þó svo að gjaldmiðill landsmanna, „blessuð krónan“, hafi reynzt hið mesta svikatól og bölvaldur. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar opinn í hugsun, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring. Þetta fólk skilur, að ný samskipta- og samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að náin og góð samskipti, samvinna og gagnkvæm viðskipti, einkum milli frændríkja og nágrannaþjóða, er því það, sem koma skal. Á síðustu vikum hafa einangrunarsinnar og afturhaldsöfl landsins látið mikið til sín heyra; haft hátt og verið digurbarkalegir; nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mér dettur hér í hug, að þegar einn hundur byrjar að gjamma, oft án tilefnis, taka allir hinir undir, án þess þó að hafa hugmynd um, út af hverju gjammað sé. Í 25 ár höfum við verið á innri markaði ESB, stærsta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á, á lægsta mögulegu verði. Þetta er frjáls verzlun með margvíslegan söluvarning, þar sem markaðurinn tryggir neytendum hagstæðust kjör og bezta mögulega þjónustu. Vatns- og hveraorkan okkar er auðvitað ekkert annað en hver annar söluvarningur, sem gengið getur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með hverja aðra orku (kolar-, olíu-, gas-, kjarn-, vind-, sólar-, sjávarfallaorku).Heldur einhver virkilega, að okkar íslenzka raf- eða hveraorka sé eitthvað alveg sérstakt, einhver yfirburðaorka, sem liggja verður á eins og ormur á gulli, og, að virkjanirnar okkar eigi að hafa stöðu heilagra véa? Hvílíkur barnaskapur og fásinna!Það gildir það sama um raforku landsmanna og virkjanir og um hátæknivörur og –verksmiðjur, sjávarafurðir, skipaflota og fiskiðnað, ál og áliðnað, flutningsþjónustu; Icelandair, hótel og veitingastaði, aðrar verksmiðjur og verzlunarfyrirtæki hvers konar, svo að ekki sé nú talað um land, landhlunnindi og auðlindir svo og fasteignir og byggingar; þetta stendur flest til sölu og kaups, í opinni og frjálsri samkeppni, á hinum opna og frjálsa innri markaði ESB. Auðvitað verður að hafa stjórn á þessu, og er það gert með ýmsum hætti. Flestar „viðkvæmar eignir“ landsmanna; lönd, auðlindir og náttúruperlur, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, og neyðir þau enginn, allra sízt útlendingar, til sölu eða eignaryfirfærslu. Í sambandi við 3. orkupakkann, er ekkert sérstakt að gerast, umfram það, sem gerist í öðrum viðskipta-, fjárfestingar-, eignasýslu- eða eignahaldsmálum. Er hlutabréfamarkaðurinn ekki opinn og frjáls? Geta menn – útlendir (ESB) sem innlendir – ekki keypt þar hluti í öllum okkar helztu og þýðingarmestu fyrirtækjum og eignum með frjálsum hætti? Um hvaða vanda eru menn eiginlega að tala!? Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóðir, frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar þeirra á meðal, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum.Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Kannske þyrfti að senda þeim nokkur stykki íslenzkra afdalamanna til ráðgjafar; til að koma vitinu fyrir þá?Annað mál er, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarfallaorku, en með nýrri tækni má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Einn þeirra, sem taldi sig hafa eitthvað til málsins að leggja, fáraðist í nýlegri grein yfir allt of háu verði Landsvirkjunar á rafmagni. Stafar þetta ekki einmitt af fákeppni og einokunarstarfsemi Landsvirkjunar? Hún yrði brotin á bak aftur, ef við tengdumst orkuneti Evrópu, á grundvelli frjálsrar samkeppni. Undarlegt nokk var þó höfundur á móti slíkri tengingu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar