Óumdeilt að bensínstöðvar séu of margar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 14:16 Skeljungur rekur fjölda bensínstöðva í Reykjavík. Fréttablaðið/GVA Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt. Félagið vonast eftir góðu samráði við borgaryfirvöld um fyrirhugaða fækkun stöðva, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir.Forstjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að sér þætti fækkunin helst til brött. Hann sagðist að sama skapi hafa áhyggjur af þjónustustigi við borgarbúa, sem vilja nálgast eldsneyti, og að hyggilegra hefði verið að fara hægar í málið. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi fjölmiðlum á þriðja tímanum segist olíufélagið vonast til að geta átt gott samstarf við borgina varðandi nánari útfærslu á fækkunartillögunum. Stjórnendur félagsins hafi átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og megi því segja að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að borgin hefði teflt fram hvötum til að flýta fyrir fækkuninni. Til að mynda yrðu felld niður gjöld á olíufélög ef þau hefja fækkunarferlið innan tveggja ára. Skeljungur segist ætla að kynna sér þessa hvata „eins og kostur er,“ enda hafi „hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt.“ Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Það er mat olíufélagsins Skeljungs að fjöldi bensínstöðva í Reykjavík sé of mikill, það sé óumdeilanlegt. Félagið vonast eftir góðu samráði við borgaryfirvöld um fyrirhugaða fækkun stöðva, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir.Forstjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að sér þætti fækkunin helst til brött. Hann sagðist að sama skapi hafa áhyggjur af þjónustustigi við borgarbúa, sem vilja nálgast eldsneyti, og að hyggilegra hefði verið að fara hægar í málið. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi fjölmiðlum á þriðja tímanum segist olíufélagið vonast til að geta átt gott samstarf við borgina varðandi nánari útfærslu á fækkunartillögunum. Stjórnendur félagsins hafi átt fleiri en einn fund í gegnum tíðina þar sem fækkun bensínstöðva hefur verið rædd og megi því segja að afgreiðsla borgarráðs frá því í gær komi ekki á óvart heldur sé hún eðlilegt framhald af þeirri vinnu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, sagði að sama skapi í samtali við fréttastofu að borgin hefði teflt fram hvötum til að flýta fyrir fækkuninni. Til að mynda yrðu felld niður gjöld á olíufélög ef þau hefja fækkunarferlið innan tveggja ára. Skeljungur segist ætla að kynna sér þessa hvata „eins og kostur er,“ enda hafi „hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt.“
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36
Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18