Setja fyrirvara við ársreikning borgarinnar Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 06:15 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara á undirskrift ársreikning borgarinnar. Slíkt er ekki algengt en er gert þegar stjórnarmenn telja vankanta á ársreikningum. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira