Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. vísir/vilhelm Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00