Veldur miklum áhyggjum hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi sinnir intersex fólki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:45 Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu amnesty international Laura Carter, rannsakandi hjá Amnesty International, segir að það valdi miklum áhyggjum hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi sinni intersex fólki en það eru einstaklingar sem fæðast með líffræðileg kyneinkenni sem eru ekki dæmigerð fyrir karlmenn eða konur. Ný skýrsla Amnesty um stöðu intersex fólks innan innan íslenska heilbrigðiskerfisins kom út í dag. Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu. Niðurstöður skýrslunnar sýna „að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er,“ eins og segir í tilkynningu Amnesty. Carter sinnir rannsóknum innan deildar hjá Amnesty sem snýr að málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðalstöðum samtakanna. „Viðmælendur okkar greindu frá því að þeim fyndist sem læknar hlustuðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lagfæra líkama intersex einstaklinga með skurðaðgerð eða hormónameðferð. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál, sem fyrst og síðast er að þakka þrotlausri vinnu intersex aðgerðasinna en þar sem villandi upplýsingar og fordómar eru enn við lýði verður intersex fólk enn fyrir skaða,“ segir Carter. Í tilkynningu Amnesty segir að frumvarp til laga „kynrænt sjálfræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar, ætti að skapa tækifæri til að vernda réttindi intersex barna og fullorðinna en í núverandi drögum að frumvarpinu er vöntun á mikilvægri vernd fyrir intersex börn. Þá sérstaklega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni.“Nánar má lesa um skýrslu Amnesty á vefsíðu samtakanna. Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Laura Carter, rannsakandi hjá Amnesty International, segir að það valdi miklum áhyggjum hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi sinni intersex fólki en það eru einstaklingar sem fæðast með líffræðileg kyneinkenni sem eru ekki dæmigerð fyrir karlmenn eða konur. Ný skýrsla Amnesty um stöðu intersex fólks innan innan íslenska heilbrigðiskerfisins kom út í dag. Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu. Niðurstöður skýrslunnar sýna „að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er,“ eins og segir í tilkynningu Amnesty. Carter sinnir rannsóknum innan deildar hjá Amnesty sem snýr að málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðalstöðum samtakanna. „Viðmælendur okkar greindu frá því að þeim fyndist sem læknar hlustuðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lagfæra líkama intersex einstaklinga með skurðaðgerð eða hormónameðferð. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál, sem fyrst og síðast er að þakka þrotlausri vinnu intersex aðgerðasinna en þar sem villandi upplýsingar og fordómar eru enn við lýði verður intersex fólk enn fyrir skaða,“ segir Carter. Í tilkynningu Amnesty segir að frumvarp til laga „kynrænt sjálfræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar, ætti að skapa tækifæri til að vernda réttindi intersex barna og fullorðinna en í núverandi drögum að frumvarpinu er vöntun á mikilvægri vernd fyrir intersex börn. Þá sérstaklega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni.“Nánar má lesa um skýrslu Amnesty á vefsíðu samtakanna.
Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00