Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 06:56 Neyðarástandi Bandaríkjaforseta var mótmælt í Los Angeles í gær. Getty/Robyn Beck Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum við Mexíkó nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Dómsmálaráðherra Kalíforníu segir að ríkin sextán hafi ákveðið að fara í mál til þess að koma í veg fyrir að forsetinn misbeiti valdi sínu meira en orðið er. Hann segir að Trump sé með þessu að ræna íbúa ríkjanna skattpeningum sem þingmenn hafi sett til hliðar og séu ætlaðir ríkjunum öllum. Þá bætti hann við að forsetaembættið sé ekki leikhús. Með því að fara í mál vonast ríkin til að dómari setji lögbann á færslu fjármunanna, uns dómstólar komast að niðurstöðu um réttmæti hugmyndar forsetans. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. Eftir að ljóst var að forsetinn myndi ekki fá það fjármagn sem hann hafði krafist frá þinginu til að reisa múr eða girðingu á landamærunum við Mexíkó nýtti hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Afar umdeilt er hvort að lögin eigi við um í þessu tilfelli og segja Demókratar að ákvörðunin sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna Dómsmálaráðherra Kalíforníu segir að ríkin sextán hafi ákveðið að fara í mál til þess að koma í veg fyrir að forsetinn misbeiti valdi sínu meira en orðið er. Hann segir að Trump sé með þessu að ræna íbúa ríkjanna skattpeningum sem þingmenn hafi sett til hliðar og séu ætlaðir ríkjunum öllum. Þá bætti hann við að forsetaembættið sé ekki leikhús. Með því að fara í mál vonast ríkin til að dómari setji lögbann á færslu fjármunanna, uns dómstólar komast að niðurstöðu um réttmæti hugmyndar forsetans. Líklegt þykir að ef fulltrúadeild Bandaríkjaþings muni ekki samþykkja neyðarástandstilskipun Trump muni hann beita neitunarvaldi sínu. Það yrði í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti árið 2017 sem hann myndi beita neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33
Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05
Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Stephen Miller, ráðgjafi Trump, segir að ef þingið samþykki frumvarp til að stöðva neyðarástand Trumps muni hann verja það með kjafti og klóm. 17. febrúar 2019 16:17