Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira