Í gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 22:10 Gæsluvarðhaldsúrskurður var staðfestur á föstudag af Landsrétti. Vísir/EgillA Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira