Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 15:50 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ruglaðan gamlan mann. Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Síðustu misseri hefur þó ekkert gerst í viðræðum ríkjanna vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.Norður-Kórea hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá að einhverju leyti og er útlit fyrir að einræðisríkið muni hætta viðræðum alfarið renni fresturinn út. Vísbendingar eru um að Norður-Kórea hafi í gær gert tilraunir með nýja gerð eldflaugarhreyfils. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimKim Yong Chol, fyrrverandi erindreki Norður-Kóreu, sagði einnig að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi Bandaríkjanna og ummæli Trump að undanförnu væru til marks um ótta forsetans við afleiðingar þess að áðurnefndur frestur renni út. Kim Yong Chol sagði Trump einnig fávissan um Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði engu að tapa. Hann virðist vera að vísa til tísts Trump frá því í gær þar sem hann sagði Kim of gáfaðan til að binda formlega enda á viðræðurnar. Hann myndi ekki vilja skemma hið sérstaka samband þeirra tveggja. Þá sagði Trump að Norður-Kórea hefði gífurlega efnahagslega möguleika. Fyrst þyrfti Kim þó að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ruglaðan gamlan mann. Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Síðustu misseri hefur þó ekkert gerst í viðræðum ríkjanna vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.Norður-Kórea hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá að einhverju leyti og er útlit fyrir að einræðisríkið muni hætta viðræðum alfarið renni fresturinn út. Vísbendingar eru um að Norður-Kórea hafi í gær gert tilraunir með nýja gerð eldflaugarhreyfils. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimKim Yong Chol, fyrrverandi erindreki Norður-Kóreu, sagði einnig að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi Bandaríkjanna og ummæli Trump að undanförnu væru til marks um ótta forsetans við afleiðingar þess að áðurnefndur frestur renni út. Kim Yong Chol sagði Trump einnig fávissan um Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði engu að tapa. Hann virðist vera að vísa til tísts Trump frá því í gær þar sem hann sagði Kim of gáfaðan til að binda formlega enda á viðræðurnar. Hann myndi ekki vilja skemma hið sérstaka samband þeirra tveggja. Þá sagði Trump að Norður-Kórea hefði gífurlega efnahagslega möguleika. Fyrst þyrfti Kim þó að láta kjarnorkuvopnin af hendi.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33