Danir og Serbar unnu bæði og hjálpaðu Þóri og norsku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 10:32 Sandra Toft hefur átt frábært heimsmeistaramót. Getty/ Baptiste Fernandez Þetta er þegar orðinn góður dagur fyrir norska kvennalandsliðið á HM í kvenna í handbolta í Japan þrátt fyrir að liðið sé enn ekki búið að spila sinn leik. Úrslitin í fyrstu tveimur leikjum dagsins í milliriðli eitt voru mjög hagstæð fyrir Þórir Hergeirsson og norsku stelpurnar. Danmörk og Serbía unnu bæði leiki sína og fyrir vikið er milliriðill eitt kominn í einn hnapp. Noregur getur hins vegar, þökk sé þessum úrslitum, komist í efsta sætið með sigri í sínum leik seinna í dag. Danir hjálpuðu ekki aðeins Noregi heldur unnu dönsku stelpurnar einnig lífsnauðsynlegan sigur ætli þær að leika um verðlaun á heimsmeistaramótinu. Danir unnu 27-24 sigur á Hollandi og eiga enn smá von á sæti í undanúrslitunum. Dönsku stelpurnar eru líka að berjast um að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó á næsta ári. Holland hafði unnið Noreg í riðlakeppninni en Norðmenn unn síðan Danmörk í fyrsta leik sínum í milliriðlinum. Sandra Toft, markvörður danska landsliðsins, átti enn einn stórleikinn og var valinn besti maður vallarins. Toft varði 20 skot í dag eða 45 prósent skotanna sem komu á hana. Anne Mette Hansen var markahæst í danska liðinu með fimm mörk. Serbnesku stelpurnar komu stigalausar inn í milliriðil en hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í milliriðli. Kristina Liscevic tryggði liðinu 29-28 sigur á Þýskalandi í dag. Sigurmarkið kom úr vítakasti þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Þýsku stelpurnar voru á toppnum eftir fyrstu umferð milliriðilsins en þessi sigrar Serba og Dana gera lokaumferðina í milliriðlinum afar spennandi. Úrslitin hjálpa líka Norðmönnum sem geta komist á toppinn með sigri á Suður Kóreu seinna í dag.Úrslitin í milliriðli eitt í dag: Þýskaland - Serbía 28-29 Danmörk - Holland 27-24 Suður Kórea - Noregur Klukkan 11.00Stig þjóðanna í milliriðli eitt: Þýskaland 5 stig Holland 4 Noregur 4 Serbía 4 Danmörku 3 Suður Kórea 2 Handbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Þetta er þegar orðinn góður dagur fyrir norska kvennalandsliðið á HM í kvenna í handbolta í Japan þrátt fyrir að liðið sé enn ekki búið að spila sinn leik. Úrslitin í fyrstu tveimur leikjum dagsins í milliriðli eitt voru mjög hagstæð fyrir Þórir Hergeirsson og norsku stelpurnar. Danmörk og Serbía unnu bæði leiki sína og fyrir vikið er milliriðill eitt kominn í einn hnapp. Noregur getur hins vegar, þökk sé þessum úrslitum, komist í efsta sætið með sigri í sínum leik seinna í dag. Danir hjálpuðu ekki aðeins Noregi heldur unnu dönsku stelpurnar einnig lífsnauðsynlegan sigur ætli þær að leika um verðlaun á heimsmeistaramótinu. Danir unnu 27-24 sigur á Hollandi og eiga enn smá von á sæti í undanúrslitunum. Dönsku stelpurnar eru líka að berjast um að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó á næsta ári. Holland hafði unnið Noreg í riðlakeppninni en Norðmenn unn síðan Danmörk í fyrsta leik sínum í milliriðlinum. Sandra Toft, markvörður danska landsliðsins, átti enn einn stórleikinn og var valinn besti maður vallarins. Toft varði 20 skot í dag eða 45 prósent skotanna sem komu á hana. Anne Mette Hansen var markahæst í danska liðinu með fimm mörk. Serbnesku stelpurnar komu stigalausar inn í milliriðil en hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í milliriðli. Kristina Liscevic tryggði liðinu 29-28 sigur á Þýskalandi í dag. Sigurmarkið kom úr vítakasti þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Þýsku stelpurnar voru á toppnum eftir fyrstu umferð milliriðilsins en þessi sigrar Serba og Dana gera lokaumferðina í milliriðlinum afar spennandi. Úrslitin hjálpa líka Norðmönnum sem geta komist á toppinn með sigri á Suður Kóreu seinna í dag.Úrslitin í milliriðli eitt í dag: Þýskaland - Serbía 28-29 Danmörk - Holland 27-24 Suður Kórea - Noregur Klukkan 11.00Stig þjóðanna í milliriðli eitt: Þýskaland 5 stig Holland 4 Noregur 4 Serbía 4 Danmörku 3 Suður Kórea 2
Handbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira