Spilling í sparifötum – opið bréf til dómsmálaráðherra Eva Hauksdóttir skrifar 9. desember 2019 10:30 Sæl Áslaug Arna, Andartak jókst álit mitt á þér þegar fréttir bárust af því að Haraldur Johannessen hefðibeðist lausnar frá embætti. Ég taldi víst að þú hefðir stuðlað að þeirri ákvörðun og já – ég reiknaði með starfslokasamningi. Ekki af því að hann eigi nokkurn rétt á slíkum forréttindum heldur af því að afglapaskrá hans er orðin svo ljót og löng að það er ólíklegt að nokkurntíma verði friður um störf hans og spillingin sem birtist í feitum starfslokasamningum er svo rótgróin að maður reiknar einfaldlega með henni. Ég bjóst samt ekki við því að það myndi kosta ríkið tæpar 57 milljónir að losna við manninn og mér ofbýður sú upphæð. Öllu alvarlegri er þó sú undarlega ákvörðun þín að ætla að nýta þennan tudda sem ráðgjafa. Þú losaðir okkur semsagt ekki við hann eftir allt saman, þú lofaðir honum tugum milljóna og hann fær samt að hafa áhrif. Birtingarmynd spillingar Þú virðist álíta að þau höfðinglegu kjör sem þú býður Haraldi Johannessen séu eitthvað sem hann eigi rétt á vegna þess hve lengi hann hefur hangið á völdum. Fyrir því eru engin lagarök. Með réttu hefði átt að reka manninn með skömm fyrir tæpum 19 árum, eftir að rökstuddur grunur féll á hann um refsiverða háttsemi gagnvart manni sem hafði unnið sér það eitt til óhelgi að vita ekki hver sá mikli maður Haraldur Johannessen var. Starfsmannalög kveða á um fyrirvaralausa brottvikningu ef embættismaður játar á sig refsiverðan verknað sem samkvæmt hegningarlögum varðar sviptingu embættis. Ekki liggur fyrir að Haraldur hafi játað á sig verknaðinn svo það var kannski eðlilegt að brottvikning drægist en vitanlega var ríkislögreglustjóri ekki ákærður eins og óbreyttur borgari. Menn eru nefnilega ekki jafnir fyrir lögum á landinu bláa. Ekki sá þáverandi dómsmálaráðherra og flokkssystir þín ástæðu til að beita Harald neinum agaviðurlögum þótt henni hefði í raun verið skylt að áminna hann. Síðan hafa gefist ótal tilefni til að áminna Harald en enginn þeirra dómsmálaráðherra sem hingað til hafa borið ábyrgð á Haraldi hefur stigið það skref. Það er greinilega ekki sama hvaða opinberi starfsmaður það er sem brýtur af sér. Sjálf sýndir þú Haraldi sömu linkind og fyrirrennarar þínir þegar hann lét að því liggja í Moggaviðtali að hann byggi yfir vitneskju um spillingu innan lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri sem dylgjar um spillingu í fjölmiðlum í stað þess að afhjúpa hana eftir réttum leiðum vekur grun um að hann sé að hylma yfir brot og jafnvel líklegur til þess að misnota vitneskju sína. Hann er augljóslega óhæfur til þess að gegna embættinu hvort sem dylgjurnar byggja á einhverjum veruleika eða ekki. Þú varst að vísu „ósátt“ við viðtalið, en lýstir því samt yfir í Kastljóssviðtali að þú bærir traust til Haraldar sem ríkislögreglustjóra. Ekki dugði óánægja þín með viðtalið til þess að þú hrintir í gang skipulagsbreytingum sem hefðu getað losað okkur við Harald. Ekki hafðirðu heldur döngun í þér til að áminna hann. Framganga þín í þessu máli var hin aumingjalegasta og nú bætirðu um betur, tekur 57 milljónir úr ríkissjóði til þess að hygla þessum óverðuga embættismanni og ekki nóg með það heldur ætlarðu að nota hann sem ráðgjafa! Spilling í sparifötum Það er einmitt svona sem spillingin virkar á Íslandi. Of mörgum finnst í hjarta sér að valdafólk og auðmenn hafi meðfæddan rétt til lífsgæða, fyrirgreiðslu og vægðar sem hinir valdlausu og efnalitlu eiga ekki kost á. Saga Haraldar Johannessen í embætti ríkislögreglustjóra afhjúpar einmitt þessa rót spillingarinnar. Enginn hefur tekið á Haraldi af því að ykkur, sem valdið hafið, finnst að hann eigi að njóta forréttinda sem engin rök eru fyrir. Íslenska spillingin er kerfislæg en það gerir hana ekkert skárri. Það heita ekki „mútur“ heldur „starfslokasamningur“ þegar þú gefur Haraldi fullt af peningum úr vösum annarra í skiptum fyrir eitthvað sem er ekki uppi á borðinu. Hvað fékkstu í staðinn Áslaug Arna? Bara frið fyrir kröfum lögreglunnar um að taka á hegðunarvandamálum ríkislögreglustjóra? Eða eitthvað meira? Tryggingu fyrir því að fráfarandi ríkislögreglustjóri geri ekki alvöru úr illa dulbúnum hótunum um að fletta ofan af einhverju hneyksli sem rúmast ekki innan hins íslenska spillingarkerfis? Eða er það þörfin fyrir áframhaldandi velþóknun flokkseigendafélagsins sem knýr þig? Þegar þú, Áslaug Arna, tókst við embætti var þér tekið með fagnaðarlátum bæði frá hægri og vinstri. Jafnvel svarnir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins slefuðu af hrifningu yfir því að „flott, ung kona“ væri orðin dómsmálaráðherra. Ég efast þó um að nokkur ráðherra í sögu lýðveldisins hafi verið jafn snöggur að fyrirgera trúverðugleika sínum og þú. Þínar gjörðir flokkast ekki sem mútur enda hvílir engin leynd yfir þeirri gríðarlegu fjárhæð sem þú lofaðir Haraldi og kollegar þínir í ríkisstjórninni virðast sáttir við aumkunarverða réttlætingu þína fyrir því að mylja undir Harald Johannessen og tryggja honum áframhaldandi áhrif. En spilling er það nú samt. Spilling sem birtist í því að fólk eins og þú misnotar völd sín í þágu einkahagsmuna. Þið gerið það bara eftir löglegum eða í það minnsta viðurkenndum leiðum. Spilling sem hefur efni á því að vera grímulaus af því að kerfið sjálft stendur vörð um hana. Við erum vön slíkri spillingu og ég reikna ekki með að þessi ráðstöfun þín hafi nein eftirmál. Meðhöndlun þín á máli Haraldar er nefnilega dæmi um spillingu í sparifötum og flest okkar eru samdauna þeirri hefð að allt sem klæðist vel sniðnum jakka sé ósnertanlegt. Höfundur er lögfræðimenntaður álitshafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sæl Áslaug Arna, Andartak jókst álit mitt á þér þegar fréttir bárust af því að Haraldur Johannessen hefðibeðist lausnar frá embætti. Ég taldi víst að þú hefðir stuðlað að þeirri ákvörðun og já – ég reiknaði með starfslokasamningi. Ekki af því að hann eigi nokkurn rétt á slíkum forréttindum heldur af því að afglapaskrá hans er orðin svo ljót og löng að það er ólíklegt að nokkurntíma verði friður um störf hans og spillingin sem birtist í feitum starfslokasamningum er svo rótgróin að maður reiknar einfaldlega með henni. Ég bjóst samt ekki við því að það myndi kosta ríkið tæpar 57 milljónir að losna við manninn og mér ofbýður sú upphæð. Öllu alvarlegri er þó sú undarlega ákvörðun þín að ætla að nýta þennan tudda sem ráðgjafa. Þú losaðir okkur semsagt ekki við hann eftir allt saman, þú lofaðir honum tugum milljóna og hann fær samt að hafa áhrif. Birtingarmynd spillingar Þú virðist álíta að þau höfðinglegu kjör sem þú býður Haraldi Johannessen séu eitthvað sem hann eigi rétt á vegna þess hve lengi hann hefur hangið á völdum. Fyrir því eru engin lagarök. Með réttu hefði átt að reka manninn með skömm fyrir tæpum 19 árum, eftir að rökstuddur grunur féll á hann um refsiverða háttsemi gagnvart manni sem hafði unnið sér það eitt til óhelgi að vita ekki hver sá mikli maður Haraldur Johannessen var. Starfsmannalög kveða á um fyrirvaralausa brottvikningu ef embættismaður játar á sig refsiverðan verknað sem samkvæmt hegningarlögum varðar sviptingu embættis. Ekki liggur fyrir að Haraldur hafi játað á sig verknaðinn svo það var kannski eðlilegt að brottvikning drægist en vitanlega var ríkislögreglustjóri ekki ákærður eins og óbreyttur borgari. Menn eru nefnilega ekki jafnir fyrir lögum á landinu bláa. Ekki sá þáverandi dómsmálaráðherra og flokkssystir þín ástæðu til að beita Harald neinum agaviðurlögum þótt henni hefði í raun verið skylt að áminna hann. Síðan hafa gefist ótal tilefni til að áminna Harald en enginn þeirra dómsmálaráðherra sem hingað til hafa borið ábyrgð á Haraldi hefur stigið það skref. Það er greinilega ekki sama hvaða opinberi starfsmaður það er sem brýtur af sér. Sjálf sýndir þú Haraldi sömu linkind og fyrirrennarar þínir þegar hann lét að því liggja í Moggaviðtali að hann byggi yfir vitneskju um spillingu innan lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri sem dylgjar um spillingu í fjölmiðlum í stað þess að afhjúpa hana eftir réttum leiðum vekur grun um að hann sé að hylma yfir brot og jafnvel líklegur til þess að misnota vitneskju sína. Hann er augljóslega óhæfur til þess að gegna embættinu hvort sem dylgjurnar byggja á einhverjum veruleika eða ekki. Þú varst að vísu „ósátt“ við viðtalið, en lýstir því samt yfir í Kastljóssviðtali að þú bærir traust til Haraldar sem ríkislögreglustjóra. Ekki dugði óánægja þín með viðtalið til þess að þú hrintir í gang skipulagsbreytingum sem hefðu getað losað okkur við Harald. Ekki hafðirðu heldur döngun í þér til að áminna hann. Framganga þín í þessu máli var hin aumingjalegasta og nú bætirðu um betur, tekur 57 milljónir úr ríkissjóði til þess að hygla þessum óverðuga embættismanni og ekki nóg með það heldur ætlarðu að nota hann sem ráðgjafa! Spilling í sparifötum Það er einmitt svona sem spillingin virkar á Íslandi. Of mörgum finnst í hjarta sér að valdafólk og auðmenn hafi meðfæddan rétt til lífsgæða, fyrirgreiðslu og vægðar sem hinir valdlausu og efnalitlu eiga ekki kost á. Saga Haraldar Johannessen í embætti ríkislögreglustjóra afhjúpar einmitt þessa rót spillingarinnar. Enginn hefur tekið á Haraldi af því að ykkur, sem valdið hafið, finnst að hann eigi að njóta forréttinda sem engin rök eru fyrir. Íslenska spillingin er kerfislæg en það gerir hana ekkert skárri. Það heita ekki „mútur“ heldur „starfslokasamningur“ þegar þú gefur Haraldi fullt af peningum úr vösum annarra í skiptum fyrir eitthvað sem er ekki uppi á borðinu. Hvað fékkstu í staðinn Áslaug Arna? Bara frið fyrir kröfum lögreglunnar um að taka á hegðunarvandamálum ríkislögreglustjóra? Eða eitthvað meira? Tryggingu fyrir því að fráfarandi ríkislögreglustjóri geri ekki alvöru úr illa dulbúnum hótunum um að fletta ofan af einhverju hneyksli sem rúmast ekki innan hins íslenska spillingarkerfis? Eða er það þörfin fyrir áframhaldandi velþóknun flokkseigendafélagsins sem knýr þig? Þegar þú, Áslaug Arna, tókst við embætti var þér tekið með fagnaðarlátum bæði frá hægri og vinstri. Jafnvel svarnir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins slefuðu af hrifningu yfir því að „flott, ung kona“ væri orðin dómsmálaráðherra. Ég efast þó um að nokkur ráðherra í sögu lýðveldisins hafi verið jafn snöggur að fyrirgera trúverðugleika sínum og þú. Þínar gjörðir flokkast ekki sem mútur enda hvílir engin leynd yfir þeirri gríðarlegu fjárhæð sem þú lofaðir Haraldi og kollegar þínir í ríkisstjórninni virðast sáttir við aumkunarverða réttlætingu þína fyrir því að mylja undir Harald Johannessen og tryggja honum áframhaldandi áhrif. En spilling er það nú samt. Spilling sem birtist í því að fólk eins og þú misnotar völd sín í þágu einkahagsmuna. Þið gerið það bara eftir löglegum eða í það minnsta viðurkenndum leiðum. Spilling sem hefur efni á því að vera grímulaus af því að kerfið sjálft stendur vörð um hana. Við erum vön slíkri spillingu og ég reikna ekki með að þessi ráðstöfun þín hafi nein eftirmál. Meðhöndlun þín á máli Haraldar er nefnilega dæmi um spillingu í sparifötum og flest okkar eru samdauna þeirri hefð að allt sem klæðist vel sniðnum jakka sé ósnertanlegt. Höfundur er lögfræðimenntaður álitshafi.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar