Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Naby Keita hafi alltaf verið í framtíðarplönunum hjá sér og að hann hafi aldrei efast um miðjumanninn.
Miðjumaðurinn var keyptur frá Leipzig fyrir rúmlega 50 milljónir punda síðasta sumar en hann hefur ekki verið mikið notaður, þá sér í lagi á þessari leiktíð.
Hann var þó mættur í byrjunarliðið í þægilegum 3-0 sigri Liverpool á Bournemouth á laugardaginn og hann skoraði annað mark Liverpool. Hin tvö mörkin skoruðu Alex Oxlade-Chamberlain og Mohamed Salah.
NEW: Keita’s quality never in doubt, and Jurgen Klopp pleased to give Mane a rest https://t.co/pUPDeNzYKr
— This Is Anfield (@thisisanfield) December 8, 2019
„Naby hefur verið meiddur og liðið í góðu formi svo geriru þá breytingar? Svo situr Naby útaf og hugsa: afhverju spila ég ekki? Ég skil það mjög vel. Við héldum sambandi og ræddum saman,“ sagði Klopp í leikslok.
„Á endanum þarf leikmaðurinn að hafa sönnun fyrir því að stjórinn trúi enn á hann. Ég var aldrei efins. Þetta var bara óheppni og þú þarft alltaf að vera heppinn. Hann byrjaði feril sinn hjá Liverpool vel en meiddist síðan.“
„Við höfum síðan átt tvö mjög góð tímabil og ég var aldrei efins um hans gæði,“ sá þýski.
Jürgen Klopp happy after Naby Keïta makes up for lost time at Liverpool https://t.co/TwYcBasOg9
— Guardian news (@guardiannews) December 8, 2019