Lífið

Leikari úr Star Trek og Boston Legal fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Persónan Odo í Star Trek: Deep Space Nine.
Persónan Odo í Star Trek: Deep Space Nine.
Bandaríski leikarinn René Auberjonois, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Boston Legal og Star Trek: Deep Space Nine, er látinn, 79 ára að aldri. Hann andaðist á heimili sínu í Los Angeles eftir baráttu við lungnakrabbamein.

Sonur Auberjonois, Rèmy-Luc, staðfestir þetta í samtali við AP.

Auberjonois kom fram í fjölda sjónvarpsþátta og lék til að mynda persónuna Paul Lewiston í 71 þætti af Boston Legal og persónuna Clayton Runnymede Endicott III í þáttaröðinni Benson. Hann hlaut tilnefningu til Emmy-verðlauna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Benson-þáttunum árið 1984.

René Auberjonois fór með hlutverk Odo í Star Trek: Deep Space Nine.Getty
Þá fór hann með hlutverk Odo í Star Trek: Deep Space Nine og dómarans Mantz í þáttunum The Practice. Hann hlaut aftur Emmy-tilnefningu fyrir frammistöðuna í The Practice árið 2001.

Í frétt Variety segir að René Auberjonois hafi einnig komið fram í þáttum á borð við Murder, She WroteL.A. LawStargate SG-1Frasier og It’s Always Sunny in Philadelphia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×