Boxleitner um viðskilnaðinn við KSÍ: „Ég var bara rekinn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 12:00 Sebastian Boxleitner vildi áfram sem styrktarþjálfari landsliðsins en svo verður ekki. vísir/vilhelm Sebastian Boxleitner, styrktarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Instagram-síðu sinni í fyrradag að hann væri að yfirgefa þjálfarateymið og þakkaði fyrir sig. Þjóðverjinn, sem starfar einnig fyrir svissneska úrvalsdeildarliðið St. Gallen og sér þar um uppbyggingu allra yngri leikmanna félagsins, var ráðinn til starfa í ágúst 2016 samhliða ráðningu Helga Kolviðssonar sem aðstoðarlandsliðsþjálfara. Þegar að Erik Hamrén tók við sem landsliðsþjálfari af Heimi Hallgrímssyni losaði hann sig við Guðmund Hreiðarsson og Helga Kolviðsson en hélt Boxleitner sem segist aldrei hafa verið með skriflegan samning við KSÍ. „Ég var bara rekinn,“ segir Boxleitner í samtali við Vísi. „Þetta var ekki mín ákvörðun. Ég vildi vera áfram og halda áfram þessu góða starfi en því miður verður ekki svo.“ View this post on InstagramAfter 2,5 emotional years with that team and outstanding staff, I have to say goodbye. But when one door closes, another door opens. Áfram Ísland, I will miss you! A post shared by Sebastian Boxleitner (@sebastianboxleitner) on Feb 18, 2019 at 4:22am PST Þjóðverjinn segist hafa orðinn smeykur um stöðu sína síðasta sumar eftir heimsmeistaramótið þegar að Guðmundur og Helgi voru látnir fara og vildi þá fá eitthvað skriflegt. Það gerðist ekki en hann kláraði Þjóðadeildina og Katarverkefnið í janúar. „Þetta hefur verið að byggjast upp allan janúar og byrjaði í raun í ágúst þegar þetta kom allt upp með Gumma og Helga. Þeir voru með skriflegan samning en ég var aldrei með samning. Mér leið alltaf illa með þetta og var óöruggur með mína stöðu,“ segir Boxleitner. Þjóðverjinn reyndi að ná tali af Guðna Bergssyni, að hans sögn, í Katar en það gekk ekki. Hann reyndi þá að ná í formanninn með tölvupóstum en segist ekki hafa fengið svör fyrr en Guðni hringdi í hann og tjáði honum að þjónustu hans væri ekki óskað áfram. „Ég náði bara að tala við Magga Gylfa í Katar því Guðni fór snemma heim út af kosningabaráttunni og ég skil það vel. En, ég skrifaði Guðna svo tölvupóst og spurði hvað væri að gerast því ég var með tilboð frá annarri þjóð. Mig langaði bara að halda áfram að vinna með íslenska liðinu,“ segir Boxleitner. „Ég fékk ekki mikil svör frá Guðna en sagðist alltaf ætla að hringja í mig. Fyrst skrifaði ég honum 17. janúar, svo 22. janúar og svo 25. janúar en loks hringdi hann svo í mig og sagði mér að ég yrði ekki áfram. Hann þakkaði mér fyrir allt og þar við sat.“Þjóðverjinn sér um styrktarþjálfun allra yngri flokka St. Gallen.vísir/vilhelmVildi eitthvað skriflegt Boxleitner segist hafa viljað fá tveggja ára samning og helst einhverja launahækkun. „Ég var með ákveðna hugmynd um launahækkun en það var samt ekkert aðalatriðið. Ég setti bara fram hugmynd. Það sem skipti mig mestu máli var að fá eitthvað skriflegt,“ segir Boxleitner sem var ráðinn á munnlegu samkomulagi þegar að Geir Þorsteinsson var formaður og þannig var það allt til starfsloka hans. „Ég bað Guðna um að segja mér hvernig honum litist á mínar hugmyndir en við náðum aldrei að ræða neinar launatölur. Ég fékk bara símtal 13. febrúar um að ég yrði ekki áfram og það kom mér verulega á óvart. Guðni sagði að þetta væri ekki hans ákvörðun heldur hefði stjórnin tekið ákvörðun um að leita að nýjum manni,“ segir Þjóðverjinn. Boxleitner talaði ekki við Erik Hamrén fyrr en á laugardaginn var en hann segist ekki hafa viljað blanda honum í þetta allt saman á meðan stormurinn stóð sem hæst. Boxleitner viðurkennir að Hamrén var ekki ánægður með allt sem hann hafði fram að færa en svo virðist sem sá sænski hafi ekki búist við öðru en að styrktarþjálfarinn myndi halda áfram störfum.Helgi Kolviðsson kom með Boxleitner til Íslands en hann og Guðmundur Hreiðarsson voru látnir fara síðasta haust.vísir/vilhelmÆtluðu að tala saman í mars „Erik sagði að vandamálið væri að samningurinn minn væri að renna út í febrúar en ég var aldrei með samning og það kom honum á óvart. Þá fór hann að tala um að þetta væri af fjárhagslegum ástæðum en ég komst aldrei í það að ræða um peninga,“ segir Boxleitner. „Erik sagðist vera óánægður með upphitunaræfingar mínar en alltaf þegar að við unnum saman sagðist hann vera ánægður með allt. Ég vildi endilega fá að vita hverju hann vildi breyta og þá sagði Erik að til hefði staðið hjá honum að ræða þetta við mig fyrir leikina í undankeppni EM í mars. Það var eins og hann væri að búast við því að ég yrði áfram en svo verður greinilega ekki.“ Þrátt fyrir að Boxleitner sé örlítið sár og svekktur var létt í honum hljóðið þegar að Vísir sló á þráðinn til hans til Sviss. Hann segist hafa notið hverrar einustu mínútu með landsliðinu og allt hafi verið í besta standi á meðan hann starfaði fyrir KSÍ. „Ég sendi bara þakkarkveðjur á alla strákana og starfsliðið enda var þetta mikið ævintýri og í raun bara draumur að fá að taka þátt í þessu. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei verið með samning fékk ég alltaf greitt á hárréttum tíma hverja einustu greiðslu og það var aldrei neitt í ólagi þar. Ég mun sakna KSÍ og Íslands og mun bara eiga góðar minningar um þetta ferðalag með strákunum,“ segir Boxleitner.Guðni Bergsson segir svona hluti gerast í boltanum en hrósar Boxleitner fyrir hans vinnu.vísir/vilhelmHefur unnið gott starf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tekur ekki undir með Boxleitner að hann hafi verið rekinn en viðurkennir að auðvitað var mikið að gerast hjá honum á sama tíma og Þjóðverjinn var að reyna að fá svör eins og Boxleitner skildi sjálfur. Ársþingið var þar rétt handan við hornið. „Samningur hans var bara ekki endurnýjaður og það verður ráðinn annar maður í þessa stöðu. Hann hefur unnið mjög gott starf og ég þakkaði honum bara kærlega fyrir hans vinnu,“ segir Guðni. „Það eru margir þættir sem að spila inn í ákvörðun eins og þessa. Það var bara tekin heilstæð ákvörðun út frá hagsmunum landsliðsins.“ Eitt af verkefnum þeirra sem stýra landsliðinu er nú að finna nýjan styrktarþjálfara en landsliðsþjálfararnir sjálfir eiga að stýra þeirri vinnu. Hann getur ekki staðfest að erlendur maður verði ráðinn til starfa. „Ég held það séu ekki margir formenn knattspyrnusambanda með þetta inn á sínu borði. Það er ekki búið að ganga frá neinni ráðningu áðan en ég held að það sé rétt að þeir menn sem eru í forsvari fyrir liðið, landsliðsþjálfararnir, svari fyrir þetta,“ segir Guðni Bergsson. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari landsliðsins lætur af störfum Sebastian Boxleitner hættir með íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö og hálft ár í starfi. 18. febrúar 2019 13:24 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Sebastian Boxleitner, styrktarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Instagram-síðu sinni í fyrradag að hann væri að yfirgefa þjálfarateymið og þakkaði fyrir sig. Þjóðverjinn, sem starfar einnig fyrir svissneska úrvalsdeildarliðið St. Gallen og sér þar um uppbyggingu allra yngri leikmanna félagsins, var ráðinn til starfa í ágúst 2016 samhliða ráðningu Helga Kolviðssonar sem aðstoðarlandsliðsþjálfara. Þegar að Erik Hamrén tók við sem landsliðsþjálfari af Heimi Hallgrímssyni losaði hann sig við Guðmund Hreiðarsson og Helga Kolviðsson en hélt Boxleitner sem segist aldrei hafa verið með skriflegan samning við KSÍ. „Ég var bara rekinn,“ segir Boxleitner í samtali við Vísi. „Þetta var ekki mín ákvörðun. Ég vildi vera áfram og halda áfram þessu góða starfi en því miður verður ekki svo.“ View this post on InstagramAfter 2,5 emotional years with that team and outstanding staff, I have to say goodbye. But when one door closes, another door opens. Áfram Ísland, I will miss you! A post shared by Sebastian Boxleitner (@sebastianboxleitner) on Feb 18, 2019 at 4:22am PST Þjóðverjinn segist hafa orðinn smeykur um stöðu sína síðasta sumar eftir heimsmeistaramótið þegar að Guðmundur og Helgi voru látnir fara og vildi þá fá eitthvað skriflegt. Það gerðist ekki en hann kláraði Þjóðadeildina og Katarverkefnið í janúar. „Þetta hefur verið að byggjast upp allan janúar og byrjaði í raun í ágúst þegar þetta kom allt upp með Gumma og Helga. Þeir voru með skriflegan samning en ég var aldrei með samning. Mér leið alltaf illa með þetta og var óöruggur með mína stöðu,“ segir Boxleitner. Þjóðverjinn reyndi að ná tali af Guðna Bergssyni, að hans sögn, í Katar en það gekk ekki. Hann reyndi þá að ná í formanninn með tölvupóstum en segist ekki hafa fengið svör fyrr en Guðni hringdi í hann og tjáði honum að þjónustu hans væri ekki óskað áfram. „Ég náði bara að tala við Magga Gylfa í Katar því Guðni fór snemma heim út af kosningabaráttunni og ég skil það vel. En, ég skrifaði Guðna svo tölvupóst og spurði hvað væri að gerast því ég var með tilboð frá annarri þjóð. Mig langaði bara að halda áfram að vinna með íslenska liðinu,“ segir Boxleitner. „Ég fékk ekki mikil svör frá Guðna en sagðist alltaf ætla að hringja í mig. Fyrst skrifaði ég honum 17. janúar, svo 22. janúar og svo 25. janúar en loks hringdi hann svo í mig og sagði mér að ég yrði ekki áfram. Hann þakkaði mér fyrir allt og þar við sat.“Þjóðverjinn sér um styrktarþjálfun allra yngri flokka St. Gallen.vísir/vilhelmVildi eitthvað skriflegt Boxleitner segist hafa viljað fá tveggja ára samning og helst einhverja launahækkun. „Ég var með ákveðna hugmynd um launahækkun en það var samt ekkert aðalatriðið. Ég setti bara fram hugmynd. Það sem skipti mig mestu máli var að fá eitthvað skriflegt,“ segir Boxleitner sem var ráðinn á munnlegu samkomulagi þegar að Geir Þorsteinsson var formaður og þannig var það allt til starfsloka hans. „Ég bað Guðna um að segja mér hvernig honum litist á mínar hugmyndir en við náðum aldrei að ræða neinar launatölur. Ég fékk bara símtal 13. febrúar um að ég yrði ekki áfram og það kom mér verulega á óvart. Guðni sagði að þetta væri ekki hans ákvörðun heldur hefði stjórnin tekið ákvörðun um að leita að nýjum manni,“ segir Þjóðverjinn. Boxleitner talaði ekki við Erik Hamrén fyrr en á laugardaginn var en hann segist ekki hafa viljað blanda honum í þetta allt saman á meðan stormurinn stóð sem hæst. Boxleitner viðurkennir að Hamrén var ekki ánægður með allt sem hann hafði fram að færa en svo virðist sem sá sænski hafi ekki búist við öðru en að styrktarþjálfarinn myndi halda áfram störfum.Helgi Kolviðsson kom með Boxleitner til Íslands en hann og Guðmundur Hreiðarsson voru látnir fara síðasta haust.vísir/vilhelmÆtluðu að tala saman í mars „Erik sagði að vandamálið væri að samningurinn minn væri að renna út í febrúar en ég var aldrei með samning og það kom honum á óvart. Þá fór hann að tala um að þetta væri af fjárhagslegum ástæðum en ég komst aldrei í það að ræða um peninga,“ segir Boxleitner. „Erik sagðist vera óánægður með upphitunaræfingar mínar en alltaf þegar að við unnum saman sagðist hann vera ánægður með allt. Ég vildi endilega fá að vita hverju hann vildi breyta og þá sagði Erik að til hefði staðið hjá honum að ræða þetta við mig fyrir leikina í undankeppni EM í mars. Það var eins og hann væri að búast við því að ég yrði áfram en svo verður greinilega ekki.“ Þrátt fyrir að Boxleitner sé örlítið sár og svekktur var létt í honum hljóðið þegar að Vísir sló á þráðinn til hans til Sviss. Hann segist hafa notið hverrar einustu mínútu með landsliðinu og allt hafi verið í besta standi á meðan hann starfaði fyrir KSÍ. „Ég sendi bara þakkarkveðjur á alla strákana og starfsliðið enda var þetta mikið ævintýri og í raun bara draumur að fá að taka þátt í þessu. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei verið með samning fékk ég alltaf greitt á hárréttum tíma hverja einustu greiðslu og það var aldrei neitt í ólagi þar. Ég mun sakna KSÍ og Íslands og mun bara eiga góðar minningar um þetta ferðalag með strákunum,“ segir Boxleitner.Guðni Bergsson segir svona hluti gerast í boltanum en hrósar Boxleitner fyrir hans vinnu.vísir/vilhelmHefur unnið gott starf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tekur ekki undir með Boxleitner að hann hafi verið rekinn en viðurkennir að auðvitað var mikið að gerast hjá honum á sama tíma og Þjóðverjinn var að reyna að fá svör eins og Boxleitner skildi sjálfur. Ársþingið var þar rétt handan við hornið. „Samningur hans var bara ekki endurnýjaður og það verður ráðinn annar maður í þessa stöðu. Hann hefur unnið mjög gott starf og ég þakkaði honum bara kærlega fyrir hans vinnu,“ segir Guðni. „Það eru margir þættir sem að spila inn í ákvörðun eins og þessa. Það var bara tekin heilstæð ákvörðun út frá hagsmunum landsliðsins.“ Eitt af verkefnum þeirra sem stýra landsliðinu er nú að finna nýjan styrktarþjálfara en landsliðsþjálfararnir sjálfir eiga að stýra þeirri vinnu. Hann getur ekki staðfest að erlendur maður verði ráðinn til starfa. „Ég held það séu ekki margir formenn knattspyrnusambanda með þetta inn á sínu borði. Það er ekki búið að ganga frá neinni ráðningu áðan en ég held að það sé rétt að þeir menn sem eru í forsvari fyrir liðið, landsliðsþjálfararnir, svari fyrir þetta,“ segir Guðni Bergsson.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari landsliðsins lætur af störfum Sebastian Boxleitner hættir með íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö og hálft ár í starfi. 18. febrúar 2019 13:24 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Styrktarþjálfari landsliðsins lætur af störfum Sebastian Boxleitner hættir með íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö og hálft ár í starfi. 18. febrúar 2019 13:24