Skattar og jöfnuður Oddný Harðardóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í rúm 100 ár barist fyrir mikilvægum jöfnunar- og velferðarmálum í samfélagi okkar. Í því sambandi má nefna almannatryggingar, orlofsrétt, atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof, vökulögin, launajafnrétti og margt fleira sem sátt er um að telja sjálfsögð réttindi, en þurfti svo sannarlega að berjast fyrir. Í yfirstandandi kjarabaráttu leggur ASÍ áherslu á að skattkerfinu verði beitt til aukins jafnaðar, að barnabótakerfið verði styrkt og að á húsnæðisvandanum verði tekið af festu með aðgerðum sem virka. Skattabreytingar undanfarinna ára hafa verið launafólki með lágar- og meðaltekjur í óhag. Það sýna öll gögn. Að sama skapi hefur hátekju- og stóreignafólk hagnast verulega á þeim sömu breytingum. Bótakerfin hafa líka markvisst verið veikt. Upphæðin sem ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu að verja til barnabóta í ár er að raungildi tæplega sú sama og samþykkt var fyrir árið 2013, síðasta ár síðustu vinstri stjórnar hér á landi. Á undanförnum sex árum hafa vel á annan tug þúsunda fjölskyldna dottið út úr kerfinu vegna grimmra tekjutenginga og skerðinga og enn fleiri hafa dottið út úr vaxtabótakerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af því að um 2.000 fleiri fjölskyldur fái barnabætur í ár en í fyrra. Það er dropi í hafið og skammarlega lítið skref. Nauðsynlegt er að gera miklu betur, enda fá fjölskyldur með meðallaun engar barnabætur. Og fæðingum fækkar á meðan eldra fólki fjölgar. Samfylkingin styður skattahugmyndir ASÍ. Verði unnið eftir þeim við útfærslu breytinga á skattkerfinu mun jöfnuður aukast á Íslandi. Það er ekki aðeins til góðs fyrir láglauna- og meðaltekjufólk sem fær fleiri aura í veskið og ekki aðeins gott fyrir ungar fjölskyldur og þá eldri sem þurfa að reiða sig á greiðslur Tryggingastofnunar – heldur mun allt samfélagið hagnast og verða betra og réttlátara. Rétt eins og aðrar samfélagsumbætur hafa gert sem ASÍ hefur barist fyrir og siglt í höfn.Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í rúm 100 ár barist fyrir mikilvægum jöfnunar- og velferðarmálum í samfélagi okkar. Í því sambandi má nefna almannatryggingar, orlofsrétt, atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof, vökulögin, launajafnrétti og margt fleira sem sátt er um að telja sjálfsögð réttindi, en þurfti svo sannarlega að berjast fyrir. Í yfirstandandi kjarabaráttu leggur ASÍ áherslu á að skattkerfinu verði beitt til aukins jafnaðar, að barnabótakerfið verði styrkt og að á húsnæðisvandanum verði tekið af festu með aðgerðum sem virka. Skattabreytingar undanfarinna ára hafa verið launafólki með lágar- og meðaltekjur í óhag. Það sýna öll gögn. Að sama skapi hefur hátekju- og stóreignafólk hagnast verulega á þeim sömu breytingum. Bótakerfin hafa líka markvisst verið veikt. Upphæðin sem ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu að verja til barnabóta í ár er að raungildi tæplega sú sama og samþykkt var fyrir árið 2013, síðasta ár síðustu vinstri stjórnar hér á landi. Á undanförnum sex árum hafa vel á annan tug þúsunda fjölskyldna dottið út úr kerfinu vegna grimmra tekjutenginga og skerðinga og enn fleiri hafa dottið út úr vaxtabótakerfinu. Ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af því að um 2.000 fleiri fjölskyldur fái barnabætur í ár en í fyrra. Það er dropi í hafið og skammarlega lítið skref. Nauðsynlegt er að gera miklu betur, enda fá fjölskyldur með meðallaun engar barnabætur. Og fæðingum fækkar á meðan eldra fólki fjölgar. Samfylkingin styður skattahugmyndir ASÍ. Verði unnið eftir þeim við útfærslu breytinga á skattkerfinu mun jöfnuður aukast á Íslandi. Það er ekki aðeins til góðs fyrir láglauna- og meðaltekjufólk sem fær fleiri aura í veskið og ekki aðeins gott fyrir ungar fjölskyldur og þá eldri sem þurfa að reiða sig á greiðslur Tryggingastofnunar – heldur mun allt samfélagið hagnast og verða betra og réttlátara. Rétt eins og aðrar samfélagsumbætur hafa gert sem ASÍ hefur barist fyrir og siglt í höfn.Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar