Segðu mér sögu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Einn af mínum ógleymanlegu fermingarsonum sat við morgunverðarborðið með móður sinni og það vildi svo til að það var viðtal við mig í morgunútvarpi. Þegar því var lokið sagði pilturinn: Hún Jóna Hrönn er alltaf að æfa sig í að verða gömul. Af hverju segir þú það? spurði mamman. Hún er alltaf að segja sögur, ansaði hann. Blessaður drengurinn var búinn að sitja hjá mér í fermingarfræðslu og hlýða á biblíusögurnar heilan vetur. Í dæmisögum Jesú er sterkur undirtónn af jákvæðri sálfræði sem varpar ljósi á styrkleika, veikleika, tilfinningar og gildi. Það er t.d. mikilvægt fyrir nútímaunglinga að heyra söguna af manninum sem byggði á bjargi og hinum sem byggði á sandi; það besta í lífinu kostar oft mikla þrautseigju. Sá sem ætlar létt í gegnum lífið missir af því. Við þekkjum það hvernig sömu sögur eru sífellt endurteknar innan fjölskyldna. Þetta eru sögur af barnsfæðingum, bílakaupum, flutningum, fyndnum tilsvörum barna, gaman- og áfallasögur. Fjölskylda sem hættir að segja sögur gliðnar með tímanum. Sama gildir um þjóðfélagið. Ef sögurnar þagna missir samfélagið af sjálfu sér. Hver einasti fréttatími er sögustund. Minningarorð við jarðarfarir er hluti af sagnahefð okkar. Svo eigum við þjóðsögur, ævintýri, rapptexta og ótal fleiri sagnaform sem hjálpa okkur að skilja lífið. Blái hnötturinn, Gosi og sagan af Ríka bóndanum fjalla um það þegar fólk gleymir raunverulegum lífsgildum og verður græðgi að bráð. Rauðhetta, Vesalingarnir og píslarsaga Krists kenna okkur margt um eðli ofbeldismenningar. Dýrin í Hálsaskógi, hjónaband Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og sagan af Týnda syninum varpa ljósi á hefnd og fyrirgefningu … Höldum áfram að segja sögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Einn af mínum ógleymanlegu fermingarsonum sat við morgunverðarborðið með móður sinni og það vildi svo til að það var viðtal við mig í morgunútvarpi. Þegar því var lokið sagði pilturinn: Hún Jóna Hrönn er alltaf að æfa sig í að verða gömul. Af hverju segir þú það? spurði mamman. Hún er alltaf að segja sögur, ansaði hann. Blessaður drengurinn var búinn að sitja hjá mér í fermingarfræðslu og hlýða á biblíusögurnar heilan vetur. Í dæmisögum Jesú er sterkur undirtónn af jákvæðri sálfræði sem varpar ljósi á styrkleika, veikleika, tilfinningar og gildi. Það er t.d. mikilvægt fyrir nútímaunglinga að heyra söguna af manninum sem byggði á bjargi og hinum sem byggði á sandi; það besta í lífinu kostar oft mikla þrautseigju. Sá sem ætlar létt í gegnum lífið missir af því. Við þekkjum það hvernig sömu sögur eru sífellt endurteknar innan fjölskyldna. Þetta eru sögur af barnsfæðingum, bílakaupum, flutningum, fyndnum tilsvörum barna, gaman- og áfallasögur. Fjölskylda sem hættir að segja sögur gliðnar með tímanum. Sama gildir um þjóðfélagið. Ef sögurnar þagna missir samfélagið af sjálfu sér. Hver einasti fréttatími er sögustund. Minningarorð við jarðarfarir er hluti af sagnahefð okkar. Svo eigum við þjóðsögur, ævintýri, rapptexta og ótal fleiri sagnaform sem hjálpa okkur að skilja lífið. Blái hnötturinn, Gosi og sagan af Ríka bóndanum fjalla um það þegar fólk gleymir raunverulegum lífsgildum og verður græðgi að bráð. Rauðhetta, Vesalingarnir og píslarsaga Krists kenna okkur margt um eðli ofbeldismenningar. Dýrin í Hálsaskógi, hjónaband Hallgerðar og Gunnars á Hlíðarenda og sagan af Týnda syninum varpa ljósi á hefnd og fyrirgefningu … Höldum áfram að segja sögur.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun