Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 06:55 Appelsínugular og gular viðvaranir lita veðurkortið þennan morguninn. Veðurstofan Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.“ Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir Suðausturland og Miðhálendi. Þá er jafnframt varað við aukinni hættu á krapaflóðum og skriðuföllum samhliða vatnavöxtum. Höfuðborgarsvæðið og Skagafjörður eru á jaðri vindstrengsins og „minniháttar færsla á leið lægðarinnar getur haft mikil áhrif hve hvasst verður á þeim slóðum og rétt að vera við öllu búinn,“ að sögn veðurfræðingsins. Austan fyrrnefndrar línu verður hins vegar mjög hvasst og má gera ráð fyrir að meðalvindur fari yfir 30 m/s. Hviður munu að sama skapi geta náð yfir 50 m/s. „Svona veðurhæð veldur oft foktjóni hafi fólk ekki fest niður allt lauslegt.“ Það mun hins vegar draga úr vindi síðdegis, einna fyrst á Suðurlandi og síðar í öðrum landshlutum. Samhliða því mun kólna og á Norðurlandi má gera ráð fyrir að úrkoma verði í formi slydduélja í kvöld og nótt. Hitinn í dag verður á bilinu 0 til 6 stig, mildast syðst. Veðurfræðingur telur að það verði þó „fínasta veður“ á morgun. Hægur vindur sums staðar, minniháttar úrkoma en fremur svalt miðað við hlýindi undanfarinna daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil úrkoma. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum, einkum seinnipartinn.Á fimmtudag:Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en um og undir frostmarki fyrir norðan.Á föstudag:Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri með rigningu, en slyddu eða snjókomu um landið norðanvert. Hiti 3 til 8 stig, en um frostmark norðantil.Á laugardag:Norðaustlæg átt og dálítil rigning syðst, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig sunnantil, en annars 0 til 6 stiga frost.Á sunnudag og mánudag:Áframhaldandi norðaustlæg átt með éljum N- og A-til, en annars bjartviðri. Frost um mest allt land. Veður Tengdar fréttir "Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga.“ Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir Suðausturland og Miðhálendi. Þá er jafnframt varað við aukinni hættu á krapaflóðum og skriðuföllum samhliða vatnavöxtum. Höfuðborgarsvæðið og Skagafjörður eru á jaðri vindstrengsins og „minniháttar færsla á leið lægðarinnar getur haft mikil áhrif hve hvasst verður á þeim slóðum og rétt að vera við öllu búinn,“ að sögn veðurfræðingsins. Austan fyrrnefndrar línu verður hins vegar mjög hvasst og má gera ráð fyrir að meðalvindur fari yfir 30 m/s. Hviður munu að sama skapi geta náð yfir 50 m/s. „Svona veðurhæð veldur oft foktjóni hafi fólk ekki fest niður allt lauslegt.“ Það mun hins vegar draga úr vindi síðdegis, einna fyrst á Suðurlandi og síðar í öðrum landshlutum. Samhliða því mun kólna og á Norðurlandi má gera ráð fyrir að úrkoma verði í formi slydduélja í kvöld og nótt. Hitinn í dag verður á bilinu 0 til 6 stig, mildast syðst. Veðurfræðingur telur að það verði þó „fínasta veður“ á morgun. Hægur vindur sums staðar, minniháttar úrkoma en fremur svalt miðað við hlýindi undanfarinna daga.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil úrkoma. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum, einkum seinnipartinn.Á fimmtudag:Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert, en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en um og undir frostmarki fyrir norðan.Á föstudag:Gengur í austan- og suðaustanhvassviðri með rigningu, en slyddu eða snjókomu um landið norðanvert. Hiti 3 til 8 stig, en um frostmark norðantil.Á laugardag:Norðaustlæg átt og dálítil rigning syðst, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig sunnantil, en annars 0 til 6 stiga frost.Á sunnudag og mánudag:Áframhaldandi norðaustlæg átt með éljum N- og A-til, en annars bjartviðri. Frost um mest allt land.
Veður Tengdar fréttir "Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
"Það er bara ekkert ferðaveður“ Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. 25. febrúar 2019 22:11