Malaría: Mest um vert að ná til barnshafandi kvenna og barna Heimsljós kynnir 6. desember 2019 14:15 Ljósmynd frá Malaví. gunnisal Þótt sífellt fleiri barnshafandi konur og börn séu varin gegn malaríu er nauðsynlegt að hraða þeirri þróun og setja meira fjármagn í baráttuna gegn sjúkdómnum, segir í nýrri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna: World Malaria Report 2019. Á síðasta ári sýktust 228 milljónir einstaklinga af malaríu, þar af létust rúmlega 400 þúsund, flestir í Afríku sunnan Sahara.Forsíða skýrslunnarTedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að uppörvandi teikn séu á lofti en þjáning og dauðsföll af völdum malaríu séu óásættanleg vegna þess að í flestum tilvikum þurfi ekki til slíks að koma. Í skýrslu WHO kemur fram að umtalsverð aukning hafi orðið á malaríutilvikum hjá barnshafandi konum og börnum meðal þjóða Afríku sunnan Sahara, þrátt fyrir að viðkomandi sofi undir malaríunetum og noti fyrirbyggjandi lyf. Þá segir í skýrslunni að framfarir hafi stöðvast í þeim löndum þar sem dauðsföll af völdum sjúkdómsins eru flest. Á árinu 2019 sýktust um ellefu milljónir barnshafandi kvenna af malaríu í sunnanverðri Afríku sem leiddi til þess að börn þeirra fæddust undir eðlilegri þyngd, alls um 900 þúsund börn. Í skýrslunni segir að þungun dragi úr mótstöðu líkamans gegn smiti og því séu barnshafandi konur líklegri til að fá alvarlega sýkingu og blóðleysi sem geti leitt til dauða. Malaría á meðgöngu hafi einnig áhrif á vöxt fóstur í móðurkviði, auki hættuna á að ala fyrirbura og undirmálsbörn, sem eru tvær meginástæður ungbarnadauða. „Barnshafandi konur og börn eru viðkvæmasti hópurinn þegar kemur að malaríu og tómt mál að tala um framfarir ef við einblínum ekki á þessa tvo hópa,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Þótt sífellt fleiri barnshafandi konur og börn séu varin gegn malaríu er nauðsynlegt að hraða þeirri þróun og setja meira fjármagn í baráttuna gegn sjúkdómnum, segir í nýrri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna: World Malaria Report 2019. Á síðasta ári sýktust 228 milljónir einstaklinga af malaríu, þar af létust rúmlega 400 þúsund, flestir í Afríku sunnan Sahara.Forsíða skýrslunnarTedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að uppörvandi teikn séu á lofti en þjáning og dauðsföll af völdum malaríu séu óásættanleg vegna þess að í flestum tilvikum þurfi ekki til slíks að koma. Í skýrslu WHO kemur fram að umtalsverð aukning hafi orðið á malaríutilvikum hjá barnshafandi konum og börnum meðal þjóða Afríku sunnan Sahara, þrátt fyrir að viðkomandi sofi undir malaríunetum og noti fyrirbyggjandi lyf. Þá segir í skýrslunni að framfarir hafi stöðvast í þeim löndum þar sem dauðsföll af völdum sjúkdómsins eru flest. Á árinu 2019 sýktust um ellefu milljónir barnshafandi kvenna af malaríu í sunnanverðri Afríku sem leiddi til þess að börn þeirra fæddust undir eðlilegri þyngd, alls um 900 þúsund börn. Í skýrslunni segir að þungun dragi úr mótstöðu líkamans gegn smiti og því séu barnshafandi konur líklegri til að fá alvarlega sýkingu og blóðleysi sem geti leitt til dauða. Malaría á meðgöngu hafi einnig áhrif á vöxt fóstur í móðurkviði, auki hættuna á að ala fyrirbura og undirmálsbörn, sem eru tvær meginástæður ungbarnadauða. „Barnshafandi konur og börn eru viðkvæmasti hópurinn þegar kemur að malaríu og tómt mál að tala um framfarir ef við einblínum ekki á þessa tvo hópa,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður