Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 15:08 Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar. AP/Evan Vucci Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Norður-Kóreumenn segja Bandaríkjunum um að kenna að engin niðurstaða hafi fengist í fund Donald Trump og Kim Jong Un í Víetnam í febrúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum, talsmanni Utanríkisráðuneytis einræðisríkisins á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Bandaríkin hafi tekið óheiðarlega stöðu og hafi vísvitandi skemmt viðræðurnar.Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. Bandaríkin hafa haldið því fram að viðræðurnar hafi siglt í strand eftir að Kim krafðist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir yrðu felldar niður í staðinn fyrir að Kim myndi láta hluta kjarnorkuvopna sín af hendi. Í yfirlýsingu Norður-Kóreu segir að einræðisríkið hafi gripið til ýmissa aðgerða til að auka traust. Tilraunum með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar hafi verið hætt og þar að auki hafi leifum bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu verið komið til Bandaríkjanna. Bandaríkin hafi þó ekki viljað fella niður þvinganir og refsiaðgerðir. Þá segir að Bandaríkin ættu að vakna og læra samskipti og samningagerð. Fyrr í þessum mánuði gerði Norður-Kóreumenn tvær tilraunir með eldflaugar, sem voru þær fyrstu sem var skotið á loft frá árslokum 2017. Norður-Kóreumenn hafa ítrekað farið fram á að þvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó ekki viljað verða við þeirri beiðni með tilliti til þess að yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað gert álíka loforð á árum áður og ekki staðið við þau. Þess í stað hafa Bandaríkin þrýst á bandamenn sína og nágranna Norður-Kóreu að fylgja þvingununum og refsiaðgerðunum og eiga ekki í viðskiptum við einræðisríkið. Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu nýverið hald á flutningaskipið „Wise Honest“ frá Norður-Kóreu og sögðu það hafa verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Um er að ræða eitt af stærstu flutningaskipum einræðisríkisins.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira