Stelpur enn feimnari við tækni en strákar Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Silja Ómarsdóttir, Sigurrós Snorradóttir og Sunna Rut Guðlaugardóttir, nemendur í Dalskóla. Fréttablaðið/Anton Brink Þær Silja Ómarsdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Sigurrós Snorradóttir, nemendur í Dalskóla, eru sammála um að þörf sé á meira tækninámi í grunnskólum. Þær voru meðal þeirra rúmlega 900 stúlkna í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem var haldinn í sjötta skiptið í gær. Stúlkurnar heimsóttu HR ásamt því að fara í heimsóknir í fjölbreytt tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.Hátt í þúsund stelpur af höfuðborgarsvæðinu voru á viðburðinum í Háskólanum í Reykjavík ásamt fjölda tæknifyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er stærsti Stelpur og tækni-dagurinn frá upphafi. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem eru til í að vera með okkur í þessu því það er svo mikilvægt að stelpur fái að kynnast þessu og hitta kvenfyrirmyndir í þessum störfum,“ segir Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðastjóri Háskólans í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í Háskólanum á Akureyri í fyrradag. Það var varla þverfótað fyrir stúlkum í HR í hádeginu í gær. Fréttablaðið náði tali af þeim Silju, Sunnu Rut og Sigurrós, sem höfðu um morguninn heimsótt Tækniskólann þar sem þær fengu að taka í sundur tölvu og setja saman aftur. „Við fórum seint af stað þannig að við tókum þær ekki í sundur, en við fengum að setja saman tölvu,“ segir Silja. Höfðu þær einnig kynnt sér virkni rafbóka. Eftir hádegið heimsóttu þær fjarskiptafyrirtækið Sýn. Þeim tókst að fá tölvuna til að virka eftir að hafa sett hana saman. „Það tók mjög langan tíma, það víxluðust nokkrir vírar,“ segir Sunna Rut. „Þetta var frekar erfitt en mjög gaman,“ segir Sigrún. Þær eru sammála um að störf af þessu tagi komi til greina í framtíðinni, en engin af þeim ætlar að prófa að taka eigin tölvu í sundur. „Ég vil að þær virki, þannig að nei,“ segir Silja. Þær Sunna Rut, Sigurrós og Silja eru sammála um að það þurfi meira tækninám í grunnskóla. „Það er ekki neitt í dag,“ segir Sigrún. Silja hefur á tilfinningunni að stúlkur séu almennt feimnari en strákar við að kynna sér tækni, en það sé að breytast. „Þær eru alla vega feimnari, en þetta er að breytast.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Þær Silja Ómarsdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Sigurrós Snorradóttir, nemendur í Dalskóla, eru sammála um að þörf sé á meira tækninámi í grunnskólum. Þær voru meðal þeirra rúmlega 900 stúlkna í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem var haldinn í sjötta skiptið í gær. Stúlkurnar heimsóttu HR ásamt því að fara í heimsóknir í fjölbreytt tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.Hátt í þúsund stelpur af höfuðborgarsvæðinu voru á viðburðinum í Háskólanum í Reykjavík ásamt fjölda tæknifyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er stærsti Stelpur og tækni-dagurinn frá upphafi. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem eru til í að vera með okkur í þessu því það er svo mikilvægt að stelpur fái að kynnast þessu og hitta kvenfyrirmyndir í þessum störfum,“ segir Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðastjóri Háskólans í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í Háskólanum á Akureyri í fyrradag. Það var varla þverfótað fyrir stúlkum í HR í hádeginu í gær. Fréttablaðið náði tali af þeim Silju, Sunnu Rut og Sigurrós, sem höfðu um morguninn heimsótt Tækniskólann þar sem þær fengu að taka í sundur tölvu og setja saman aftur. „Við fórum seint af stað þannig að við tókum þær ekki í sundur, en við fengum að setja saman tölvu,“ segir Silja. Höfðu þær einnig kynnt sér virkni rafbóka. Eftir hádegið heimsóttu þær fjarskiptafyrirtækið Sýn. Þeim tókst að fá tölvuna til að virka eftir að hafa sett hana saman. „Það tók mjög langan tíma, það víxluðust nokkrir vírar,“ segir Sunna Rut. „Þetta var frekar erfitt en mjög gaman,“ segir Sigrún. Þær eru sammála um að störf af þessu tagi komi til greina í framtíðinni, en engin af þeim ætlar að prófa að taka eigin tölvu í sundur. „Ég vil að þær virki, þannig að nei,“ segir Silja. Þær Sunna Rut, Sigurrós og Silja eru sammála um að það þurfi meira tækninám í grunnskóla. „Það er ekki neitt í dag,“ segir Sigrún. Silja hefur á tilfinningunni að stúlkur séu almennt feimnari en strákar við að kynna sér tækni, en það sé að breytast. „Þær eru alla vega feimnari, en þetta er að breytast.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira