Vél, vík burt! Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 18. október 2019 07:00 Sjálfsafgreiðslukassar dúkkuðu nýverið upp í völdum verslunum þar sem óöruggum viðskiptavinum býðst loks að kaupa frosnar máltíðir og bollanúðlur án þess að verða fyrir dómhörðu augliti afgreiðslufólks. Þrátt fyrir stöku byrjendamistök virðast flestir sáttir við nýjungina sem hefur létt talsvert á biðröðunum sem voru farnar að teygja sig langleiðina að malakoffinu í áleggsdeildinni. Þó taka ekki allir þessu fagnaðarerindi fagnandi. Sumir vilja meina að viðskiptavinurinn taki á sig meira álag að ástæðulausu og aðrir segja að vélrænt viðmótið geri gráan hversdagsleikann þeim mun grárri. Það er kannski eitthvað til í þessum kvörtunum en sú allra skemmtilegasta er þó að kassarnir steli störfum af fólki. Það væri þá kannski rétt að leggja sjálfsafgreiðslukassana niður svo atvinnuleysi rjúki ekki upp úr öllu valdi. Því næst getum við safnað liði, sungið lagið úr Vesalingunum og rifið niður sjálfvirkar bílaþvottastöðvar, en það hlýtur að vera hægt að ráða heilan haug af fólki í þau störf sem bölvaðir vélkústarnir hafa sópað að sér. Því næst liggur beint við að ráðast að sjálfsölum með sleggjum og keðjusögum svo hægt sé að fá fólk frekar en róbóta til að selja manni súkkulaðistykkin og orkudrykkina. Að lokum getum við rifið símsvarana úr sambandi og fengið alvöru manneskju með kíghósta og þunglyndi til að segja okkur að við séum númer sautján í röðinni. Atvinnuleysið núll prósent. Ísland, best í heimi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjálfsafgreiðslukassar dúkkuðu nýverið upp í völdum verslunum þar sem óöruggum viðskiptavinum býðst loks að kaupa frosnar máltíðir og bollanúðlur án þess að verða fyrir dómhörðu augliti afgreiðslufólks. Þrátt fyrir stöku byrjendamistök virðast flestir sáttir við nýjungina sem hefur létt talsvert á biðröðunum sem voru farnar að teygja sig langleiðina að malakoffinu í áleggsdeildinni. Þó taka ekki allir þessu fagnaðarerindi fagnandi. Sumir vilja meina að viðskiptavinurinn taki á sig meira álag að ástæðulausu og aðrir segja að vélrænt viðmótið geri gráan hversdagsleikann þeim mun grárri. Það er kannski eitthvað til í þessum kvörtunum en sú allra skemmtilegasta er þó að kassarnir steli störfum af fólki. Það væri þá kannski rétt að leggja sjálfsafgreiðslukassana niður svo atvinnuleysi rjúki ekki upp úr öllu valdi. Því næst getum við safnað liði, sungið lagið úr Vesalingunum og rifið niður sjálfvirkar bílaþvottastöðvar, en það hlýtur að vera hægt að ráða heilan haug af fólki í þau störf sem bölvaðir vélkústarnir hafa sópað að sér. Því næst liggur beint við að ráðast að sjálfsölum með sleggjum og keðjusögum svo hægt sé að fá fólk frekar en róbóta til að selja manni súkkulaðistykkin og orkudrykkina. Að lokum getum við rifið símsvarana úr sambandi og fengið alvöru manneskju með kíghósta og þunglyndi til að segja okkur að við séum númer sautján í röðinni. Atvinnuleysið núll prósent. Ísland, best í heimi!
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun