Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 10:36 Flugeldarnir í Sydney hafa fangað augu margra síðustu ár vegna glæsileika. ap/Rick Rycroft Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er. Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er.
Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07