Læknir sakaður um 25 morð kærir vinnuveitendur fyrir meiðyrði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 09:52 William Husel í dómssal. ap/Kantele Franko Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Sjá meira
Læknir sem sakaður er um að hafa valdið dauða tuttugu og fimm sjúklinga sinna með því að fyrirskipa að þeim yrði gefinn of stór skammtur verkjalyfja hefur kært fyrrum vinnuveitendur sína fyrir meiðyrði. Hann segir að hann hafi ekki gert neitt rangt og hann hafi ekki brotið reglur sjúkrahússins um líknarmeðferðir. William Husel, læknir sem sakaður er um morðin, lagði fram kæruna á fimmtudag í Franklin héraði gegn Mount Carmel Health kerfinu á Columbus svæðinu í Ohio og móðurfélagi þess, Trinity Health Corp. „Það eru engar ýkjur að segja að Dr. Husel hefur verið fórnarlamb svívirðilegar meiðyrðingar í Ohio á síðari árum,“ stóð í kærunni. Þá sagði að sjúklingarnir hafi látist vegna heilbrigðiskvilla sinna, ekki vegna fantanyl gjafar sem Husel fyrirskipaði. Fentanyl er sterkt verkjalyf af ópíóíða ætt og er skylt morfíni. Husel segist einnig aldrei hafa fengið viðeigandi þjálfun um framgang mála á spítalanum þegar hann var ráðinn þangað árið 2013 sem læknir á gjörgæslu og að hann hafi verið valinn læknir ársins árið 2014. Í kæru Husel gegn spítalanum kemur fram að hann krefjist minnst 50 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum sex milljónum íslenskra króna, í skaðabætur ásamt lögmannskostnaðar. Mount Carmel og Trinity Health svöruðu kærunni opinberlega á laugardag og sögðu í tilkynningu að ásakanir Husel væru tilhæfulausar. „Við kláruðum rannsókn á meðferðum sem Dr. William Husel veitti sjúklingum og stöndum með okkar ákvörðunum,“ sagði í tilkynningunni. Talsmenn Mount Carmel sögðu í janúar fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa lagt fram fyrstu af tuttugu og fimm kærum vegna meðferðar sem Husel veitti, að hann hafi fyrirskipað gjöf á allt of háum skömmtum, jafnvel banvænum. Þetta hafi hann gert fyrir að minnsta kosti 27 sjúklinga sem voru nærri dauða en lífi eftir að fjölskyldur báðu um að ástvinir þeirra yrðu settir á líknandi meðferð. Sjúkrahúsið sagði einnig að Husel hafi verið rekinn og að hjúkrunar- og lyfjafræðingar sem hafi komið að málinu hafi einnig verið „fjarlægðir.“ Lyfjafræðingur og níu hjúkrunarfræðingar kærðu Mount Carmel sjúkrahúsið í þessum mánuði og halda því fram að Husel hafi ekkert rangt gert. Í ákæru þeirra kemur fram að framkvæmdarstjórn sjúkrahússins hafi ekki vitað um viðtekna staðla í aðhlynningu sjúklinga á banasænginni. Nú er verið að skoða hjá heilbrigðisyfirvöldum í Ohio hvort tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar og þrír lyfjafræðingar sem störfuðu hjá Mount Carmel eigi að missa starfsleyfi sín. Husel missti starfsleyfi sitt í janúar. Hann var ákærður í júní fyrir tuttugu og fimm morð og hefur lýst yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Sjá meira